Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Syngjandi fjölskyldan

Allir thekkja til ad minnsta kosti einnar syngjandi fjölskyldu. Fjölskyldu thar sem enginn rífst og skammast, allir fara í bad á hverjum degi og pabbinn reglulega til rakarans. Daegurmálin raedd á rólegu nótunum yfir eldhúsbordinu og menn smala til sléttgreiddrar hópferdar í kirkju á sunnudögum. Fjölskyldu thar sem vandamál eru raedd og leyst á uppbyggilegan hátt. Fjölskyldu sem syngur lagalista KFUM og K í bílnum á ferd um landid. Thar sem Hafnfirdingabrandarar thykja thad fyndnasta sem til er. Thar sem börnin koma heim á réttum tíma. Thar sem enginn dettur í thad og verdur sér til skammar á mannamótum. Thar sem allir eru brosandi og gladir. Alltaf.

Ég hef alltaf haft ákvedna fordóma gagnvart syngjandi fjöskyldum. Í minni fjölskyldu rífast nefnilega allir og skammast enda er manni innraett frá blautu barnsbeini ad standa fast á skodunum sínum. Hafnarfjardarbrandarar flokkast undir heimskulega aulafyndni. Daegurmálaspjall endar yfirleitt á thví ad menn berja í bordid eda skella hurdum. Karlmannlegt thykir ad leysa sjálfur sín eigin vandamál og fara ekki í kirkju nema til ad vera vid brúdkaup og jardarfarir. Í minni fjölskyldu eru sungnar vafasamar vísur í bílnum á ferd um landid. Thar er líka stundum thungt yfir mönnum. Enda gedveiki og drykkjugen beggja megin laekjar.

Stundum hef ég velt thví fyrir mér hvort fordómar mínir gegnvart syngjandi fjölskyldum flokkist undir dulda afbrýdisemi. Gaeti verid ad ég öfundadi thaer af rólegheitum og óbilandi léttlyndi? Langadi mig kannski undir nidri ad endurheimta barnatrúna, binda á mig svuntu og taka thátt í kökubösurum á vegum kvenfélagsins í sókninni? Lifa reglubundnu líferni? Slíkar spurningar nögudu mig ad innan og ég var farin ad efast um gildi thess ad vera kaldlyndur víóluleikari med vafasaman smekk fyrir bókum eins og teiknimyndaseríunni "Book of Bunny Suicides".

Thar til örlögin gripu í taumana. Laugardagskvöldid var kynntist ég nefnilega hrikalegustu syngjandi fjölskyldu allra tíma.

Ég var ad spila á tónleikum í Eindhoven thetta kvöld. Ad tónleikunum loknum átti ég von á kapphlaupi út á lestarstöd thar ed stutt var í sídustu lest. Ég hlakkadi ekki beint til thess enda med hátt í 20 kíló á bakinu. Thegar mér baudst far med konsertmeistaranum födur hennar og bródur, greip ég thví taekifaerid fegins hendi.

Mér vard fljótt ljóst ad hér var um syngjandi fjölskyldu ad raeda. Thad tók okkur 40 mínútur ad finna bílinn í bílastaedahúsinu vegna thess ad bródirinn hafdi gleymt á hvada haed hann lagdi. Vid drösludumst med farangurinn milli tveggja haeda og thrjúthúsund bíla ad leita ad fjandans bílnum - og enginn vard fúll nema ég. Thad tók adrar 15 ad hlada bílinn thar ed fadirinn fékk thá snilldarhugmynd ad fylla skottid med stórum bakpoka sem hefdi tekid mun minna pláss hefdi honum verid stillt upp á rönd. Syngjandi fjölskyldur spila greinilega ekki Tetris. Á leidinni til Tilburgar voru sagdir 23 aulabrandarar og sungin 4 lög, flest um vorid sem er á naesta leiti. Ég hélt mér saman enda vissi ég ad hér hefdi ég ekkert til málanna ad leggja. Enda vard raunin sú ad thegar ég loks opnadi munninn í Tilburg til ad vísa til vegar fór andrúmsloftid í bílnum nidur í alkul. Syngjandi fjölskyldur vísa greinilega ekki til vegar med beinskeyttum haetti.

Thad tók syngjandi bródurinn 20 mínútur ad átta sig á thví hvada einu götu hann aetti ad keyra út til thess ad komast út á hringveginn um borgina og thadan í nordur. Pabbinn eyddi tímanum í ad fá ad fara á klósettid í húsi hinna töfrandi lita og laesa sig inni á klósettinu. Ég gleymdi ad segja honum ad madur tharf ad lyfta snerlinum upp en ekki nidur til ad opna.

Thad má vera ad syngjandi fjölskyldur séu almennt hamingjusamari en vid hin. Mér er alveg sama. Thetta daemi sýndi mér fram á ad of mikil hamingja og rólegheit geta haft skadleg áhrif á mikilvaegar heilastödvar og almenna skynsemi. Mér finnst skemmtilegri tilhugsun ad vera disfúnksjónal. Í mínum bíl verda bara sungnar klámvísur.


Víóluskrímslid - enginn helv...happy idiot

Engin ummæli: