Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 07, 2005

Útsýni yfir sléttuna

Í gaerkvöldi var fyrsta alvöru gigg nýstofnada partíkvartettsins Cuartetto Claro. Ég spila í thessum grídarsniduga kvartett thví ég er fátaekur tónlistarnemi og mig vantar péning. Hinn 3/4 hlutinn spilar med thví thaer eru fátaekir atvinnutónlistarmenn sem vantar péning. Thad er upplífgandi tilhugsun.

Giggid snerist um dinnertónlist í 4 tíma í fimmtugsafmaeli ríkrar frúar hér í Tilburg. Veislan fór fram á heimili hennar - sem var á 38. haed nýbyggda skýjakljúfsins Westpoint Towers (H-lendingum finnst kúl ad skíra nýbyggd hús amerískum nöfnum) sem byggdur var svo Tilburg liti út fyrir ad vera alvöru borg. Íbúdin var afar fansí smansí, hvít med krómi og útsýnid stórkostlegt. Madur áttar sig ekki á thví hversu hrikalega flatt H-land er fyrr en madur sér thad úr lofti.

Veislan var mannmörg, grídarleg drykkja og mikill klidur. Thad kom sér vel fyrir Cuartetto Claro sem var ekki búinn ad hafa tíma til ad aefa nógu vel. Lítid bar thó á afmaelisbarninu. Eftir ad hafa haldid stutta tölu og bodid menn velkomna tók madurinn hennar nefnilega vid. Öh. Engu líkara var en ad manninum vaeri meinilla vid ad veislan sú vaeri haldin í tilefni afmaelis konunnar hans en ekki hans sjálfs. Hann tród sér thví fram vid hin ýmsu taekifaeri og hélt stuttar taekifaerisraedur. Eftir thví sem fleiri raudvínsflöskur taemdust vid veislubordid rauf hann veislugledina oftar til ad skála fyrir hinum ýmsu veislugestum. Undir lok kvöldsins var hann farinn ad gera sér ansi oft ferd út í hornid thar sem vid sátum og spiludum, veifa höndunum í listraenni hrifningu og káfa á fyrstu fidlunni. Jahá.

Vid fengum borgad med skilum.

Sem betur fer.

Víóluskrímslid - illt í bakinu

Engin ummæli: