Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, janúar 19, 2004

Rigning

Hér rignir.

Ég er ekki frá thví ad thad myndi baeta tilveruna örlítid ef thad stytti upp. Veggirnir á klósettinu eru farnir ad mygla. Sturtan líka.

Thegar ég skussadist loks til ad hengja upp spegilinn sem ég keypti á fjórar evrur fyrir löngu sídan boradi ég í gegnum vegginn. Vísindaleg athugun leiddi thad í ljós ad veggurinn er nákvaemlega 5.54 cm breidur. Drasl. Ég dó thó ekki rádalaus frekar en fyrri daginn. Límdi lítinn spegil á hina hlidina. Nú geta allir sem leid eiga um ganginn séd sig í spegli. Mikid var thad gott.

Ég fékk aftur ritgerdina sem ég skiladi fyrir jól um hvernig kenna á börnum á fidlu. Kennaranum fannst ég of teknísk. Ég er ekki nógu skemmtileg. Thessvegna tharf ég ad skrifa adra ritgerd um hvernig ég get ordid skemmtilegri. Ég sagdi honum ad ég vaeri kennari, ekki skemmtikraftur. Auk thess hefdi ég aldrei fengid kvörtun yfir thví ad vera ekki nógu skemmtileg, mér fyndist ég mjög skemmtileg ef út í thad vaeri farid. Honum fannst thad ekki fyndid. Hann vill ad nemendur séu í hysterísku gledikasti allan thann tíma sem their eiga ad vera ad laera eitthvad. Thad eru ekki alltaf jólin, sagdi ég. Hinum fannst thad heldur ekki fyndid. Ég er ad hugsa um ad fara ad maeta í trúdabúning í tíma. Mér finnst ekkert ad thví ad gera efninu skil á áhugaverdan hátt eda laga kennsluna ad thörfum hvers og eins. Yfirleitt finnst krökkum alveg nógu gaman ad laera eitthvad nýtt án thess ad ég sé ad hoppa eins og eggjasjúk haena í kringum thau. Skemmtileg, my ass.

Ég á afmaeli á midvikudaginn
. Vonandi haettir ad rigna. Hardfiskurinn bídur inni í búri, albúinn thess ad hrella saklausa útlendinga. Nóakroppid sem ég faldi í ödrum skáp (segi ekki hverjum af öryggisástaedum) verdur étid upp til agna. Thad verdur veisla, thad er víst.

Hér er allt ad fyllast af Valentínusarkortum og asnalegum böngsum med aulalegum áletrunum. Á Valentínusardag aetla ég ad standa fyrir and-valentínusarlegri hegdun minni og annarra. Grýta endur og haegja mér í almenningsgördum. Í björtu.

Bara ad thad haetti ad rigna!!!

Víóluskrímsid - nidurrignt og nojad


Engin ummæli: