Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Rúmenskt heimabrugg

Ég átti afmaeli í gaer! Thad haetti ekki bara ad rigna thad kom líka SÓL. Thad heyrir til tídinda á thessum sídustu og verstu tímum. Ég bakadi fullt af kökum. Ég vard kátari og kátari eftir thví sem lída tók á daginn og kökunum og kvedjunum fjölgadi. Their sem hringdu í mig eda sendu mér skilabod hljóta hérmed kaera thökk fyrir!Kötturinn í naesta húsi kom í heimsókn. Hann fékk rjóma í tilefni dagsins. Hann aelir honum thá bara heima hjá sér...

Ég hélt veislu um kvöldid. Ad sjálfsögdu komu gestir faerandi hendi med gjafir handa mínu virdulega sjálfi. Their vissu líka ad their fengju gott ad borda. Ég fékk bók um súkkuladi og ógurlega fallega olíuflösku frá drengjunum í Pretoriastraat. Ég á aldrei eftir ad tíma ad opna thessa flösku, hún á ábyggilega eftir ad mygla vel. Heimspekingurinn Twan gaf mér Ecce Homo eftir Nietsche. Fyrirsagnirnar í bókinni eru allar á thessa leid : Hvers vegna ég er svona frábaer. Hvers vegna ég er svona fallegur. Hvers vegna ég skrifa svona gódar baekur...
Ég fékk peysu sem á stendur SWEET FAME frá Láru og hló mikid. Stefanía og Melanie gáfu mér glös med myndum af húsdýrum - í safnid - bol med blómum á og maríuhaenuljósaseríu sem mun sóma sér vel í gardinum á fögrum vorkvöldum. Annegret gaf mér bókina um Kaptein Blábjörn og hans 13 og hálfa líf. Ekki veitir af ad hressa upp a thýskuna. Luis gaf mér strokledur med theim ordum ad thetta vaeri lítil gjöf handa mikilli manneskju. Eins gott ad thad var ekki öfugt, sagdi ég...

Kvöldid leid vid át og drykkju. Um midnaetti var allt léttara vínkyns búid í húsinu. Var thá dreginn fram heimalagadur lakkrísvodki vid mikinn fögnud allra nema S-Evrópubúanna sem finnst lakkrís mesti vidbjódur í heimi. Hann kláradist. Lára dró fram eitrada rúmenska heimabruggid sem hún smygladi inn í landid eftir sídustu heimför. Thad kláradist líka. Thá var klukkan ordin thrjú. Mér tókst ad moka theim sídustu út rétt fyrir fjögur. Svona eiga afmaeli í midri viku ad vera.

ÉG maetti í skólann klukkan níu. Thad var ekki gaman.

Thad sem thó var gaman var thad ad frökenin sem aetlar ad kenna mér ad standa rétt segir ad ég eigi góda möguleika á ad verda ekki krypplingur aevilangt.

Víóluskrímslid
- húrra fyrir thví!

Engin ummæli: