Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Drepsótt

Ég er lasin. Það er ekki gaman að fara lasinn í flug og lestir. Ég gerði það í fyrra og uppskar viku af hori,viðbjóði og vesalmennsku. Það er leiðinlegt að vera lasinn hér, hvað þá í Hollandi. Hér getur maður allavega fengið kjötsúpu hjá pabba.

Hér með tilkynnist því að brottför hefur verið frestað til laugardags. Ég mæli ekkert sérstaklega með að fólk hætti sér í heimsóknir að sjúkrabeð mínum enda er þessi fjandi bráðsmitandi með afbrigðum og ömurlegur eftir því. Þeir sem reyna að hringja munu brátt verða varir við að síminn minn er ónýtur. Það hefur ekkert með pestina að gera, þetta er bara drasl. Sem hefur að vísu dottið nokkrum sinnum í gólfið, lent í hundskjafti og í klósettskál. Býsna lífsseigur samt þegar út í það er farið.

Því vil ég kveðja ykkur öll hérmeð (ekki hinstu kveðju þó svo mætti ætla miðað við vort aumkunarverða ástand) og óska ykkur velfarnaðar með hækkandi sól. Kem heim í júlí.


Víóluskrímslið - veikt og vesaldarlegt

Engin ummæli: