Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, janúar 26, 2004

Nýársheit

Ari Karlsson hefur uppi fögur fyrirheit á heimasídu sinni. Ég strengdi ekkert nýársheit. Ég thekki sjálfa mig ordid alltof vel til ad taka thátt í slíkum blekkingarleik. Thad myndi bara fara eins og thegar ég ákvad ad

*haetta ad sofa med bangsa
*haetta ad naga neglurnar
*borda bara nammi á laugardögum
*kaupa faerri baekur
*kaupa faerri plötur
*borda alltaf hollan mat
*stunda líkamsraekt af krafti
*aefa mig á hverjum degi
*gera alltaf allt sem ég tharf ad gera
*vera kurteis
*haetta ad láta Hannes Hólmstein fara í taugarnar á mér
*haetta ad vera illa vid Pétur Blöndal
*haetta ad hlaeja ad Heimdellingum their eru líka fólk
*fara snemma ad sofa
*fara snemma á faetur
*lesa blödin spjaldanna á milli en ekki bara fletta theim aftanfrá
*drekka meiri mjólk
*muna ad nota tannthrád
*laera ad keyra
*laera fimleika
*haetta ad sletta á erlendum málum
*vera alltaf í gódu skapi

Ég sef ennthá med bangsa.

The rest is silence.


Víóluskrímslid - raunsaett í dagsins önn

Engin ummæli: