Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Thegar amma var ung

Thegar ég bjó heima fór ég oft til ömmu seint á kvöldin eftir skóla og sat fram ad sídasta straetó. Á thessum sídkvöldum spjölludum vid um hitt og thetta - og amma sagdi mér sögur.
Ég fékk ad heyra af ýmsum skammarstrikum módur minnar og hennar systkina, ferdasögur, spítalasögur, veidisögur og aettarsögur.

Uppáhaldssagan mín var samt alltaf sagan af dragballinu í Reykjaskóla í Hrútafirdi. Eitt sinn kom upp taugaveiki í skólanum. Skólinn var settur í sóttkví yfir hátídarnar og enginn mátti fara heim. Til ad skemmta veslings nemendunum var brugdid á thad rád ad halda ball. Thar klaeddust drengir stúlknafötum og öfugt. Mikid fannst ömmu og vinkonum hennar strákarnir kaudalegir á háu haelunum. En hún tekur thad alltaf fram ad Gunnar Dal (sem thá var íslenskukennari vid Reykjaskóla) hafi tekid sig einstaklega vel út í peysufötum.

Um daginn fékk ég ad heyra nýja sögu. Amma var ad spyrja mig hvort ég hefdi lesid "Halldór"eftir Hannes Hólmstein. Nei, ég vard ad vidurkenna ad thad hafdi ég fordast af fremsta megni enda finnist mér Hannes óhemjuleidinlegur madur. Thad kom fyndinn svipur á ömmu. "Hann Hannes er Húnvetningur, vissirdu thad?" sagdi hún og glotti. Nei andskotinn, hugsadi ég. Enda sjálf Húnvetningur í móduraett. "Ertu ad segja ad mannfjandinn sé skyldur okkur?" Amma játti thví, thad vaeri víst óhjákvaemilegt. "Hún amma hans Hannesar var hörkukerling, skal ég segja thér," sagdi hún og setti sig í stellingar.

"Amma hans Hannesar hét Hólmfrídur og var Jónsdóttir. Hún var gift Hannesi nokkrum úr vestursýslunni. Thegar ég var kaupakona á Saurbae fyrir margt löngu kom upp deila milli hennar og bónda nokkurs í sveitinni. Sá átti gradhest -og thad í óleyfi- og lét hestinn valsa um í merastódinu hennar Hólmfrídar. Hún var búin ad bidja hann nokkrum sinnum ad fjarlaegja hrossid en hann sinnti thví ekki. Svo hún skaut hann."

"Skaut hún bóndann!"?"datt upp úr mér.

"Neiii, hún skaut hestinn. Hún bara nádi í hólkinn, sat fyrir gradhestinum og skaut hann. Svo fór hún med skrokkinn á kerru til hreppstjórans sem bjó á naesta bae vid Saurbae. Hún var ekki lúnari en svo ad hún kom til okkar í kaffi thegar hún hafdi losad sig vid hraeid. Hörkukerling hún amma hans Hannesar. Hann vaeri betur líkari henni, veslingurinn."

Ég leit á ömmu. Vid flissudum.

Víóluskrímslid
- saknar ömmu

Engin ummæli: