Gel
Í morgun vaknadi ég med hárid vel út í loftid. Thad er merki um ad halda skuli í klippingu. Eins og ég var búin ad sverja thess eid ad haetta mér aldrei inn á hollenska hárgreislustofu gerdi ég thad samt. Naudsyn brýtur lög.
Klippingin fór reyndar edlilega fram. Thar var ekkert ad óttast. Hárgreidslukonan setti hins vegar svo mikid gel í hárid á mér ad ég hélt ekki haus. Ég fór heim og thvodi geldrulluna úr í eldhúsvaskinum. Kannski hefdi ég átt ad taka mynd af herlegheitunum, upp á heimildagildid.
Merkileg thessi yfirdrifna gelnotkun Hollendinga. Thad eru allir med gel. Allsstadar. Fólk thvaer á sér hárid á hverjum degi, adeins til ad geta sett nýtt gel í thad svo thad líti örugglega út fyrir ad vera skítugt. Og ekkert smá magn! Ég býd ekki í ad renna fingrunum gegnum hárid á thessu lidi. Madur myndi ábyggilega festast og thurfa ad sarga sig lausan med vélsög. Allavega finnast madur vera klístradur á höndunum allan daginn.
OJBARASTA
mér finnst ég saurgud
...samt thvodi ég á mér hárid thrisvar sinnum
thad er enn klístrad
* hrollur *
Thad aetti ad rannsaka thessa áráttu Hollendinga. Thetta hlýtur ad vera haettulegt. Mér finnst persónulega líklegt ad gelid sígi gegnum höfudledrid og setjist utan á heilann. Thad myndi útskýra ýmislegt.
Víóluskrímslid - snodad
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli