Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, september 22, 2006

Borðsiðir

Þegar ég fór til útlanda á vit óvissunnar fyrir rúmum 4 árum síðan kvaddi mamma mig með virktum - og minnti mig á að sleikja ekki hnífinn í matarboðum.

Með þetta móðurlega ráð að leiðarljósi hélt ég út í heim og hef mér vitandi ekki sleikt hníf í viðurvist annarra síðan þá.

Í þessari mynd er reyndar ekki varað við slíkri háttsemi þó ýmis varnarráð beri á góma. Líklegast þótti handritshöfundum myndarinnar sú athöfn að sleikja hnífinn svo fjarstæðukennd að engum tilgangi þjónaði að vara við henni. Hvað það varðar sló mamma þeim við.

Víóluskrímslið - óforbetranlegt

Engin ummæli: