Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, september 27, 2006

Hún vakti meðan aðrir sváfu

Kisa sefur í sófanum við hliðina á mér og hrýtur. Gríðarlega heimilislegt, þó ég eigi tæknilega séð ekkert í þessm ketti. Það er bara svo þægilegt að vaka þegar aðrir sofa í námunda við mann.

Þessvegna finnst mér best að vinna á næturnar.

Undanfarna daga og vikur hef ég streist á móti því að falla aftur í mitt náttúrulega þjóðfélagslega óhagkvæma svefnmynstur (sem felst í því að fara að sofa um 3:30 á morgnana og vakna um 11)og reynt að mæta alltaf í skólann á sama tíma svo mér verði eitthvað úr verki. Það hefur ekki gengið sem skyldi.

Það er nefnilega svo gott að vaka þegar aðrir sofa og hlusta á þögnina sem myndast þegar borgin leggst til svefns.


Víóluskrímslið
- fátt um fína drætti

Engin ummæli: