Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, september 20, 2006

Ferfættur gestur

Ég hef eignast nýjan vin. Ekki veitir af svona á þessum síðustu og verstu tímum. Þessi nýji vinur stökk inn um gluggann minn einn daginn nú rétt fyrir helgi og gerði sig heimankominn. Ég tók honum fagnandi.

Kisi kíkir nú við á hverjum degi, kembir íbúðina vandlega til þess að athuga hvort nokkuð hafi breyst síðan hann kom þar daginn áður, fær sér vatnssopa úr plastskálinni sem hann hefur eignað sér og sofnar svo í sófanum góða stund. Í einsemd minni þykir mér afar vænt um þessar daglegu heimsóknir.

Í gær keypti ég meira að segja kattanammi handa kisa. Það er ótækt að geta ekki boðið gestum upp á veitingar.


Víóluskrímslið - ég er vinur þinn

Engin ummæli: