Tækniundur nútímans
Ég sit hér í ruslahaugnum sem á að heita herbergið mitt og flokka dótið mitt. Ófáar ferðir hafa þegar verið farnar niður stigann með ferska ruslapoka á leið í sína síðustu ferð. Magnað hvað manni tekst að safna miklu af drasli á því að vera fastur á sama stað í nokkur ár.
Undir tiltektinni malar ríkisútvarpið rás eitt góðan dag. Enn eitt undur alnetsins sem gleður gömul bráðum 26 ára hjörtu.
Drengjasópran
Þegar ég hlustaði á engiltæra rödd Ísaks Ríkharðssonar drengjasóprans í Kastljósinu á öldum internetsins í fyrrakvöld gat ég ekki annað en samglaðst drengnum yfir því að vera fæddur á Íslandi á 20. öld en ekki á Ítalíu fyrir 300 árum.
Við vitum öll hvað hefði gerst.
Smákökur
Við Annegret brettum upp ermar í gærkvöldi og bökuðum smákökur. H-lenskir sambýlingar mínir áttu ekki til orð. Til hvers að baka kökur ef maður getur keypt þær út í búð?
Þetta lýsir þjóð sem kann hvorki að elda né njóta þess að borða. Enda er þjóðarrétturinn kartöflumús með káli.
Víóluskrímslið - piparkökur best
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli