Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, desember 01, 2005

Gleðilega hátíð

Gleðilegan fullveldisdag. Foreldrar mínir eiga grilljón ára brúðkaupsafmæli í dag enda eru þau sniðugt fólk sem lét pússa sig saman á degi sem auðvelt er að muna eftir. Í ár fá þau stóra gjöf í tilefni dagsins, litli grís kemur heim frá fjarlægum löndum til að skemmta fjölskyldunni með upplestri á aðventunni.


Bitri víóluleikarinn

Ég skilaði af mér síðustu verkefnunum í útsetningakúrsi kennaranema í fyrradag. Kennarinn leit flissandi yfir möppuna. Svo spurði hann mig hvort ég væri haldin áfallaröskun eftir að hafa spilað of margar Haydn sinfóníur um ævina. Það er nokkuð til í því. Ég sem bitur víóluleikari er löngu búin að fá leiða á hryllilega óspennandi úmbí-úmbí pörtum á meðan helv.... fyrsta fiðla fær allt skemmtilega stöffið.

Ég lít á mig sem réttsýnan útsetjara og gef öllum séns. Þessvegna fá aðrar fiðlur oftar en ekki laglínuna á móti öðru óbói... og annað horn fær sóló. Víólurnar glansa með öðru klarinetti og kontrabassarnir fá ástæðu til að mæta á æfingar.

Kennaranum fannst þetta skemmtilega kommúnísk afstaða. Og gaf mér 9,5.


Víóluskrímslið - gerir lífið skemmtilegra

Engin ummæli: