Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, desember 17, 2005

Sörpræs

Ég var göbbuð í gærkvöldi.

Ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína og hélt að við ætluðum í sund. Við fórum ekki í sund.

Þegar ég kom heim í gær gekk ég grunlaus í gegnum eldhúsið og inn í þvottahús til þess að ná í sundbolinn minn. Eldhúsið var skreytt í hólf og gólf. "Hver ætli eigi afmæli" sagði ég við sjálfa mig. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar hópur manns stökk út úr þvottahúsinu og æpti á mig

SÖRPRÆS

og svo var blásið í lúðra.

Mér brá svo mikið að ég hló og hló. Svo fékk ég bjór, heilmargar heillaóskir og marga pakka. Eins gott að ég var nýbúin að kaupa mér aðra tösku.

Í ljós kom að Melanie hafði staðið fyrir þessu mikla partísamsæri vina minna og að undirbúningur hefði staðið yfir í á aðra viku. Þeim fannst magnað að mig skyldi ekki hafa grunað neitt enda voru víst vísbendingar á hverju strái. Ég hins vegar fatta aldrei neitt svona auk þess sem ég er oft auðtrúa með afbrigðum.

Það var mikið fjör í partíinu og þeir síðustu fóru klukkan að ganga fjögur í nótt. Ég dundaði mér við að setja tómar bjórflöskur í kassa áður en ég fór í rúmið. Það var nett skemmtilegt.


Víóluskrímslið - sörpræsd?

Engin ummæli: