Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, desember 06, 2005

BAT

Brabants Afval Team (ruslalið Brabant héraðs) kom við nú í hádeginu og sótti sófann minn og kommóðuna. Áður höfðum við Melanie stefnt heilsu okkar og sálarheill í voða við að koma draslinu niður stigann án þess að brjóta handriðið af í leiðinni.

Nú eru sófinn og kommóðan á leið til Stichting La Poubelle sem er stofnun sem hefur það að markmiði að halda Tilburgskum rónum á lífi með matargjöfum og öðru skyldu. Sófinn á eftir að sóma sér vel í þeim félagsskap enda sérdeilis flottur.


Skrímslablómið

Pálmatréð mitt hefur vaxið heilmikið í haust. Nú er svo komið að efstu blöðin beyglast upp við loftið í herberginu. Ef þetta heldur svona áfram verð ég að saga gat á loftið eins og gert var í jólabókinni um Snúð og Snældu.


Rétt ókomin - farin

Í gærkvöldi var ég spurð að því hvernig mér fyndist að vera að fara burt innan tveggja vikna. Ég játaði að ég væri ekki farin að velta því fyrir mér. Það fannst viðstöddum afar undarlegt. Kannski er ég einhverf eftir alltsaman.


Víóluskrímslið - smoke on the water

Engin ummæli: