Skemmdarstarfsemi
Í skólanum mínum er haldið úti söngleikjadeild. Fyrir þá sem ekki vita er söngleikjadeild staður þar sem náttúruröddum er umturnað og breytt í eitthvað annað - og verra.
Á loftinu í Húsi hinna töfrandi lita býr 19 ára piltungur sem í haust hóf nám við téða söngleikjadeild. Þá hafði hann fallega hlýja baritónrödd sem helst minnti á Pál Óskar í ljúfum ballöðufíling. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Eftir nokkurra mánaða "skólun" er kominn leiðinlegur hvellur frekjuhljómur í þessa annars fallegu rödd. Náttúrulegt víbratóið er orðið að kindajarmi, slepjuleg glissandó eru daglegt brauð og glassúrinn drýpur af hverri nótu.
Þar fór góður biti í hundskjaft.
Víóluskrímslið - Hollywood, Hollywooood
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli