Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, desember 07, 2005

Spennulosun

Keðjan datt fjórum sinnum í röð af hjólinu mínu í örstuttri bæjarferð í dag.

Þegar það gerðist í fjórða skiptið var mér nóg boðið. Ég stökk af hjólinu, grýtti því utan í vegginn á ráðhúsinu og sparkaði ítrekað í það með tilheyrandi munnsöfnuði.

Ég sparkaði í góða stund í hjólið og losnaði þar með við heilmikla spennu og stress. Svo kom rigning og ég nennti þessu ekki lengur.

Nú er andlegt ástand mitt afar stöðugt. Hins vegar er hjólinu ekki viðbjargandi. Það verður ekki bæði sleppt og haldið...


Víóluskrímslið - ofbeldishneigt

Engin ummæli: