Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, maí 13, 2005

Vonda Annan

Í gaer eydilagdi ég daginn fyrir midaldra herramanni í v - hálsmálspeysu. Reyndar bjargadi ég deginum fyrir ödrum herramanni á óraedum aldri um leid en thad er annad mál.

Ég stód vid kassann í súpermarkadinum og okurbúllunni Super de Boer og beid eftir ad rödin kaemi ad mér thegar ég tók eftir thví ad fyrir aftan mig voru tveir herramenn ad rífast um hver vaeri naestur í rödinni. Sá yngri, midaldra madur í röndóttri peysu úr ullarlíki og med thessa fínu hormottu hafdi verid ad fletta blödum í dagbladarekkanum vid kassann. Hinn madurinn, eldri herramadur í frakka og med hatt, hélt thar af leidandi ad madurinn med mottuna staedi ekki í rödinni og stillti sér upp fyrir framan hann.

Thad fannst manninum med mottuna ekki snidugt og skammadi gamla manninn med hattinn fyrir dónaskap og framhleypni. Sá gamli bar fyrir sig sakleysi og baetti thví vid ad hann vaeri nú adeins med einn kexpakka og spurdi hvort thad vaeri ekki lagi ad hann borgadi hann á undan hinum sem var med fulla körfu af vörum. Madurinn med mottuna fékk tilfelli vid thessa frekju í gamla manninum og hélt nú ekki.

Mér thótti thetta ekki saemileg framkoma vid eldri mann med hatt sem aetlar bara ad kaupa einn kexpakka svo ég hóadi í hann og baud honum ad taka sér stödu fyrir framan mig í rödinni. Hann gerdi thad, kátur í bragdi, borgadi og labbadi út med sinn hatt og sitt kex. Ég tók mér stödu vid kortalesarann og lést ekki sjá manninn med mottuna sem vard sífellt blárri í framan.

Thegar ég var búin ad rada í pokann minn og var á leidinni út stódst hann ekki mátid og aepti á mig yfir alla búdina ; Thad vaeri kannski rád ad spyrja leyfis ádur en thú ákvedur ad vera svona almennileg vid fólk sem getur ekki bedid í röd! Ég brosti voda saett til hans og sagdi honum ad mér thaetti ekkert óedlilegt vid ad hleypa eldri mönnum med einn kexpakka framfyrir mig í röd. Hann maetti mín vegna hafa adrar skodanir á thví. Svo brosti ég aftur voda saett og óskadi honum fijne dag verder.

Mannfjandinn lét sér ekki segjast vid thad heldur hélt áfram ad aepa og bölsótast. Vesalings kassadaman einbeitti sér ad thví ad horfa ofan í faeribandid og sagdi ekki ord. Thú aettir ad skammast thín vinan fyrir ad eyda svona tímanum fyrir ödru fólki aepti madurinn um leid og dyrnar lokudust á eftir mér.

Ég hefdi kannski átt ad spyrja hann hvad hann aetladi ad gera vid thessar tuttugu sekúndur sem thad tók ad afgreida gamla manninn med kexid. Ég hefdi kannski líka átt ad benda honum á thad ad hann hefdi eytt tíföldum theim tíma í ad aepa á gamla manninn og mig og láta eins og vitleysingur á almannafaeri. En ég gerdi thad ekki. Thví ég er gód. Madur vill nú ekki verda thess valdandi ad menn fái heilablódfall af aesingi.


Víóluskrímslid - ad gefast upp á helv...H-lendingunum.

Engin ummæli: