Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, maí 31, 2005

Bless ljóta H-land

...halló Ísland!

Ég kem heim á morgun. Thetta verdur í fyrsta sinn í thrjú ár sem ég verd heima á sumarsólstödum og Jónsmessunótt. Ég hlakka til.

Thad hefur sína kosti ad vera kaldlyndur Nordurlandabúi, eda fucking North European eins og vinir mínir frá sudraenum slódum kalla mig stundum thegar theim ofbýdur tilfinningaleysid. Einn theirra er sá, ad heimthráin ber mann sjaldan ofurlidi. Hún er alltaf til stadar en sem kaldlyndur og hjartalaus Íslendingur veltir madur sér ekki upp úr henni dags daglega. Adeins vid yfirgengilega tilfinninganaemar adstaedur brýst hún fram og veldur smá töf á adgerdaröd dagsins. Eins og í dag.

Ég var ad taka til í herberginu mínu í morgun og hlustadi vid thad á reggídiskinn Hljódlega af stad med edalhljómsveitinni Hjálmum. Lag númer thrjú á diskinum nefnist VARÚD og fjallar textinn um slaema vetrarfaerd á Íslandi. Ég hlustadi á lagid med mikilli velthóknun og vaggadi mér í takt vid áherslur á ödru og fjórda slagi. Vidlagid setti mig hins vegar algerlega úr jafnvaegi.

Um midbik lagsins taka Hjálmar sig saman og syngja "thetta er ekkert mál, vid reddum thessu saman!" Vid ad heyra thessa setningu fór um mig hlýr straumur og ég byrjadi ad vatna músum. Íslenskari setningu hafdi ég ekki heyrt í langan tíma.

Mikid er ég glöd ad vera ad koma heim á morgun. Sjá fjöll og svalan sjó og geta dregid andann án thess ad hafa áhyggjur. Bless H-land. Sjáumst öll!

Nefndin.

Engin ummæli: