Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, maí 11, 2005

B-O-B-A

Í gaer fékk ég allsvakalegan tölvupóst frá vinkonu minni. Thad er óhaett ad segja ad innihald hans hafi verid alger B-O-B-A svo madur vitni nú í merka menn. Thad sem í honum stód var frásögn af nokkru sem gerist bara í bíó - nú eda í lífi vina manns.

Téd vinkona er sellisti frá Rúmeníu sem búid hefur í H-landi sídastlidin 4 ár. Ástaedan fyrir thví ad hún kom hingad til lands var tvíthaett. Annars vegar var hún ad fara ad laera hjá kennara sem henni leist vel á- en á hinn bóginn var hún ad flýja gamla drauga. Palestínskur unnusti hennar til tveggja ára hafdi farid til Danmerkur í framhaldsnám og gift sig thar án thess ad hafa fyrir thví ad segja henni frá thví. Thegar hún svo komst ad öllu saman skildi hann ekki hvers vegna hún vaeri svona reid - enda vaeri hann ad thessu til thess ad búa í haginn fyrir framtídina og ná sér í landvistarleyfi fyrir thau tvö. Vinkona mín keypti thad ekki og kom til H-lands med brostid hjarta.

Í H-landi eyddi hún löngum tíma í ad losna vid bastardinn, eins og hún nefndi hann, út úr lífi sínu. Thad gekk thó ekki betur en svo ad hún gat ekki stillt sig um ad hafa samband vid hann aftur. Bastardurinn sá sér leik á bordi ad eiga tvaer konur í einu og sló til. Í tvö ár gengu loford og hótanir milli gerfihnatta og símalína. Rosaleg rifrildi voru hád. Bastardinum gekk greinilega ekkert ad skilja vid konuna sína til ad vera med vinkonu minni. Á sama tíma heimtadi hann ad hún klaeddist efnismeiri fatnadi, faeri ekki út ad skemmta sér og umgengist ekki adra karlmenn. Thegar hann kom í heimsókn til hennar í Amsterdam thurfti samleigjandi hennar ad flýja húsid.

Öll thessi andlegu átök tóku sinn toll. Vinkona mín hrídhoradist, svaf illa og haetti ad geta aeft sig svo nokkru naemi. Ekki thýddi nokkurn hlut ad reyna ad koma fyrir hana vitinu. Hún var haett ad hlusta. Thangad til í fyrradag.

Síminn hringdi. Í símanum var eiginkona bastardsins - sem loksins hafdi mannad sig upp í ad opna símreikninginn á undan honum thrátt fyrir hótanir um barsmídar. Hún sagdi ótrúlega sögu. Bastardurinn hefdi gifst henni ádur en hann fór til Rúmeníu. Thegar hann trúlofadist vinkonu minni var hann thegar giftur annarri - og hvorug konan vissi af hinni. Heimsóknir hans til vinkonu minnar voru dulbúnar sem vinnuferdir til útlanda. Konan sagdist hafa ordid tortryggin thegar hann fór í eina slíka ferd á 6 ára brúdkaupsafmaelinu theirra og svaradi ekki í símann í heila viku. Hún hefdi ekki alls fyrir löngu sótt um skilnad.

Eiginkonan og hjákonan spjölludu í símann í tvo tíma og skiptust á frásögnum. Thegar langt var lidid á samtalid var theim ordid vel til vina. Thaer óskudu hvor annarri góds gengis og kvöddust med virktum.

Bastardurinn var ekki kátur thegar hann frétti ad flett hafdi verid ofan af hans ömurlega lygavef. Sms skeyti thar sem hann hótadi vinkonu minni líkamsmeidingum og dauda gengu milli landa eins og byssukúlur. Vinkona mín haetti ad svara í símann og skipti um tölvupóstfang. Hún er ad velta thví fyrir sér ad flytja líka thví nú veit madurinn hvar hún á heima. Rosalegt.

Madur getur ekki annad en hugsad til thess hvad mannfjandanum hefur gengid til! Thad aetti ad smala svona mönnum saman í risagáma frá Eimskip og sökkva einhvers stadar út af Reykjanesskaga. En fátt er svo med öllu illt. Vinkonan er laus undan aegivaldi bastardsins.

Loksins getur hún hafid nýtt líf.

Víóluskrímslid- slaer sér á laer

Engin ummæli: