Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, maí 14, 2005

Veiditíminn er hafinn

Í gaernótt sat ég uppi í rúmi í ritgerdavinnu med kjöltutölvuna mér til halds og trausts thegar ég heyrdi kunnuglegt sud upp vid haegra eyra.

Thaer eru komnar aftur!

Blódthyrstar, grimmlyndar og svífast einskis.

Ég lagdi frá mér kjölturakkann , stód upp og svipadist um. Viti menn, um loftljósid sveimudu tvö stykki af vágestinum ógurlega, bídandi átekta yfir thví ad ég myndi slökkva ljósid og leggjast varnarlaus til svefns svo thau gaetu lagt til atlögu. Ég hélt nú ekki.

Yfirkomin af hefndarthorsta, sjálfsbjargarvidleitni og almennri einbeitingu mundadi ég bókina "De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles" og hélt til atlögu vid skrímslin. Annad theirra reyndist audveld brád. Thad endadi aevi sína klessti milli tveggja sídna í kaflanum um hópkennslu. Hitt var klókara. Thad tók mig fimmtán mínútur og nokkrum sekúndum betur ad finna út hvar thad hafdi falid sig. Thó felustadurinn hafi verid snidugur, eda bak vid skrímslapálmann, fann ég thad á endanum og hrakti dýrid á flótta. Thad endadi líf sitt klesst milli loftsins og kápunnar á De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles.

Ég fór sátt ad sofa. Fjandans moskítóflugurnar. Ég tharf ad fara ad fá mér net.


Víóluskrímslid - í skotgröfunum

Engin ummæli: