Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, maí 06, 2005

Minimalistiskur kúkur

Fátt er eins hressandi í midri prófatörn og minimalistísk músík. Ég komst ad thví gaerkvöldi thegar ég tók mér hlé frá mannskemmandi ritgerdaskrifum og fór og hlustadi á Tilburgskan kvartett flytja Different Trains eftir Steve Reich. Eftir ad hafa setid dáleidd og hlustad á ostinato ritma í hálftíma leid mér eins og heilinn í mér hefdi farid í gegnum V.I.P medferd í bílathvottastöd. Höfudid á mér virtist amk. háfu kílói léttara en venjulega. Thá veit madur hvad hollenskur fagordafordi um fidlukennslu vegur thungt.

Madur festist í thví ad hugsa um furdulegustu hluti thegar madur er undir pressu í lengri tíma. Í gaer sat ég vid eldhúsbordid og spjalladi um ordsifjafraedi vid Luis. Thar komst ég ad thví ad kaka thýdir líka kaka á kóresku. Á spaensku thýdir kaka hins vegar kúkur. Dat is minder, eins og H-lendingar segja. Á H-lensku er kaka koek, borid fram kúk. Kaka verdur ad kúk, thad er alveg ljóst. Hver tengslin eru annars vegar milli köku og kúks verda adrir menn og mér fródari ad fraeda mig um.

Thegar nemandi minn kom svo í tíma í dag og stökk upp í stillingu í fimmta skiptid eftir ad ég hafdi skammad hann fyrir thad fjórum sinnum sagdi ég ad ef hann gerdi thetta aftur faeri hann ekki lifandi hédan út. Sem betur fer fór hann ad hlaeja. Ég hef ekki efni á ad fá á mig kaerur thegar svona lítid eftir er af skólanum.


Víóluskrímslid - kúkur í lauginni

Engin ummæli: