Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 23, 2005

Nemandi minn

Ég á mér persónulegt tilraunadýr í kennslufraedi. Thad er eldraudhaerdur fjórtán ára ofviti sem spilar á víólu og semur transtónlist í frístundum. Thad gerist ekki betra.

Í vetur hef ég gert á honum ófáar samviskulausar kennslufraedilegar tilraunir og sem betur fer er hann ekki daudur enn. Ég er thó haett thví í bili enda vil ég ekki ad hann endi uppi med uppeldisfraedingasyndrómid eftir ad hafa verid í tímum hjá mér. Börn uppeldisfraedinga eru nefnilega oft sérleg tilraunadýr foreldra sinna og enda yfirleitt sem andleg flök eftir allt havaríid. Ég geri ekki svoleidis.

Í vetur hef ég reynt ad víkka sjóndeildarhring piltsins med misjöfnum árangri thó. Mér hefur tekist ad fá hann til ad gera upphitunaraefingaer ádur en hann fer ad spila og hann verdur ekki lengur skelkadur thegar ég aedi um stofuna í hita leiksins og aepi eftir meira crescendoi. Nú hlaer hann bara thegar ég hóta honum lífláti dirfist hann ad trassa tónfraedina einu sinni enn eda thegar ég gled hann med enn einni Kreutzer etýdunni.

Á fimmtudaginn hélt ég thó um stundarsakir ad ég hefdi gengid of langt. Nemandi minn var nefnilega ad spila Ninu eftir Pergolesi ad thví er virtist algerlega áhugalaust. Mér fannst thad ekki haegt. Ég spurdi hann um hvad hann héldi ad lagid vaeri. Hann var ekki búinn ad spá í thví. Ég laug thví thá ad drengnum ad lagid vaeri um rosalegustu ástarsorg í sögu mannkyns, audvitad án thess ad vita nokkud um thad sjálf. Ég sagdist ekki vita neitt um hans persónulega ástalíf - en gaeti hann sett sig í spor manns sem á barmi örvaentingar semur svona lag?

Á einu augnabliki vard svipur nemanda míns sorgarthrunginn. Svo spiladi hann Ninu med grídarlegum tilthrifum. Thad sem eftir var tímans hafdi hann sig lítid í frammi. Thegar vid fórum nidur eftir tímann var hann óvenju thögull og ádur en mér hafdi tekist ad troda á hann annarri Blumenstengel etýdu var hann stunginn af. Úbbosí, hugsadi ég.

Vid sjáum til á fimmtudaginn hvort hann hefur bedid varanlegan skada af thessari opinberun.


Víóluskrímslid- adgát skal höfd í naerveru sálar

Engin ummæli: