Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, september 22, 2005

Hús, barn og bíll

Gyda Stephenssen sagdi mér í gaer söguna af thví thegar hún hitti H-lensk uppahjón af verstu sort í óléttuleikfimi fyrir nokkrum árum sídan. Thau voru komin med húsid og bílinn og vantadi bara barnid til thess ad fullkomna threnninguna. Thegar lída fór á medgönguna og uppakonan ordin ansi sver um sig midja tók uppaeiginmadurinn leikfimikennarann tali til ad spyrja út í framgang (heima)faedingarinnar. Thad vaeri svo sem ekki í frásögur faerandi - nema fyrir thá sök ad hann hafdi ödruvísi áhyggjur en flestir verdandi fedur.

Slettist mikid út um allt og svona? Spurdi hann áhyggjufullur. Jah, svaradi leikfimikennarinn, Thetta er nú ekkert ofbodslega sjarmerandi svona ef út í thad er farid. Almáttugur, sagdi madurinn. Vid vorum ad setja nýtt parkett á svefnherbergid. Vid verdum bara ad kaupa landbúnadarplast og setja yfir allsaman, elskan, sagdi hann og beindi nú ordum sínum til konunnar sinnar. Leikfimikennarinn setti í brýnnar. Thad er nú ekki eins og konan ydar sé kýr herra minn, sagdi hún. Já, og veggirnir, hélt madurinn áfram. Vid VORUM ad mála. Ef thér hafid svona miklar áhyggjur af thessu getid thér alltaf látid konuna ydar faeda á eldhúsbordinu, sagdi leikfimikennarinn. Nei ertu gengin af vitinu manneskja! Aepti madurinn upp yfir sig. Vid vorum ad kaupa nýtt Brugman eldhús!

Barnid faeddist víst med brádakeisara á sjúkrahúsi. Eldhúsinu var hlíft í thad skiptid.


Víóluskrímslid - forgangsröd

Engin ummæli: