Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, september 28, 2005

Tune it or die

Thad er átakanlegt ad horfast í augu vid thad ad thegar manni fer fram í hljódfaeraleik verdur madur líka mjög faer í ad greina villur og heyra thegar madur spilar falskt. Thegar madur er haettur ad greina neitt annad en falskar nótur á madur ad taka sér pásu og fara ad sofa. Thad gerdi ég í dag. Thad var gott.


Pöddur

Lífríkid í Húsi Hinna Töfrandi Lita leitar mjög eftir mannlegum kontakt thessa dagana. Í gaerkvöldi steig ég á stóran stökkan snigil thegar ég fór út í gard ad ná í hjólid mitt. Undir hnakknum var staerdarinnar könguló sem gerdi uppreisn thegar ég gerdi mig líklega til ad rífa hjólid út úr vefnum hennar. Thegar ég kom heim og aetladi ad skella mér í sturtu fyrir svefninn var kakkalakki búinn ad hreidra um sig í badsvampinum mínum. Thad gerist ekki vidbjódslegra.


Kjaftandi húsmaedur

Ég fór í sund í gaer. Á "hradbrautinni" synda yfirleitt adeins syndar manneskjur en í thetta sinn hvad vid annan tón. Thar sprikludu í gaerkvöldi tvaer midaldra júffertur frúarsund hlid vid hlid og tóku upp tvaer brautir medan thaer skiptust á slúdri vikunnar.

Ég sá rautt.

Fljótt geystist víóluskrímslid á grídarlegu skridi milli kellinganna, sneri skjótt vid og stímadi milli theirra á ný. Thad tók mig tuttugu ferdir ad hrekja thaer yfir í almenninginn. Thad kalla ég mótspyrnu. Naest syndi ég thaer nidur.


Víóluskrímslid - plássfrekt

Engin ummæli: