Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, september 17, 2005

Undrin gerast enn

Luis húsbródir minn er lífsreyndur madur. Á theim 35 árum sem hann hefur lifad hefur hann búid í 7 löndum, átt hundrad kaerustur og annan eins fjölda af hjákonum, lent í lífshaettu ótal sinnum, prófad um thad bil alla thá vímugjafa sem fáanlegir eru austan hafs og vestan og fengid garnasýkingu sem naestum lagdi hann í gröfina og vard thess valdandi ad hann thurfti ad gangast undir umfangsmiklar adgerdir á vafasömum almenningssjúkrahúsum í Mexíkó - thadan sem hann er upprunninn.

Á thví endalausa flakki sem Luis hefur verid á sídustu tuttugu ár hefur hann eignast óteljandi vini og kunningja sem oftar en ekki heidra hann med heimsókn sinni eigi their leid um H-lands fögru sléttur. Einn theirra er adalsöguhetjan í sögu theirri sem ég aetla ad rekja hér á eftir. Thessa sögu sagdi Luis mér í fyrrakvöld og thó hann hafi í gegn um tídina sagt mér ýmiss konar sögur held ég ad thessi hljóti ad vera sú rosalegasta.

Umraeddur vinur Luisar er ad nálgast fimmtugasaldurinn og er theim ósköpum gaeddur ad honum helst ekki á kvenfólki. Hann var thví farinn ad hafa áhyggjur af thví ad thurfa ad eyda ellinni einn med kettinum og svo kom ad hann gerdist ansi örvaentingarfullur. Eftir stutt skeid thar sem hann terroriseradi einkamáladálkana í dagblödunum og fór á blind deit upp á hvern dag gafst hann upp. Blindu deitin gerdu hann adeins sorgmaeddan og ekki brást ad frúrnar bak vid einkamálaauglýsingarnar voru í leit ad einhverju ödru en lífsförunaut. Hann hafdi nánast saett sig vid ástandid - thegar loksins hljóp á snaerid hjá honum.

Á bar rétt vid heimili sitt hitti hann kvöld eitt undurfagra unga konu. Thau tóku tal saman og fljótt kom í ljós ad thau áttu ýmislegt sameiginlegt. Brátt voru thau farin ad hringjast á oft á dag og hittust eins oft og thví var vid komid. Saman sinntu thau áhugamálum sínum, fóru saman í leikhús og í bíó og spjölludu saman yfir glasi. Thad mátti heita svo ad thau aettu í ástarsambandi - nema ad einu leyti. Líkamlega gengu thau aldrei lengra en ad kyssast í kvedjuskyni.

Thegar sambandid hafdi stadid í rúmt ár var vinurinn farinn ad ókyrrast. Tharna sat hann, fimmtugur madurinn, ástfanginn upp fyrir haus, loksins búinn ad finna konu lífs síns - og hún vildi ekki sofa hjá honum. Sjálfstraustid minnkadi. Honum fannst hann hlyti ad vera óadladandi. Kannski fannst henni hann of gamall. Hann vidradi áhyggjur sínar vid kaerustuna, sem fullvissadi hann um thad ad henni thaetti hann fínn eins og hann vaeri. Thví til sönnunar leyfdi hún honum ad ganga adeins lengra. Naest thegar thau kvöddust hleypti hún honum innundir brjóstahaldarann. Vinurinn var ad vonum ánaegdur med framgang mála en thó fannst honum varla komid nóg. Víst var ad hún var med falleg brjóst, akkúrat passlega stór og stinn, stundum kannski of stinn eins og thau vaeru pínulítid óekta, en thó gaman vaeri ad káfa á theim aesti thad adeins upp hungrid eftir meiru. En kaerastan sagdi nei.

Vinurinn fór ad ímynda sér hid versta. Kannski hafdi hún verid misnotud sem barn. Kannski hafdi henni verid naudgad og hún gaeti ekki hugsad sér ad eiga í kynferdislegu sambandi vid nokkurn mann. Kannski var hún eitthvad vansköpud, hann hafdi lesid um ad svoleidis gaeti gerst. Kannski hafdi hún bara svona lágt sjálfsálit og skammadist sín fyrir sjálfa sig? Hann bar allt thetta upp vid kaerustuna sem thvertók fyrir ad nokkud thessu líkt vaeri í gangi. Thegar hann spurdi um ástaeduna yppti hún öxlum og sagdi ad hann myndi aldrei skilja thad.

Vinurinn vard ad játa sig sigradan. Hann ákvad ad leita til bródur síns, sem er laeknir, og spyrja hann ráda. Bródirinn bad vininn ad lýsa kaerustunni - sem hann og gerdi. Hann lýsti haed hennar, hún vaeri nú adeins staerri en hann. Auk thess vaeri hún nú med helst til stórar hendur af kvenmanni ad vera. Hún vaeri kvenlega vaxin, med falleg brjóst, en afskaplega herdabreid. Auk thess vaeri hún fótstór, thau notudu sama númer. Thau hefdu meira ad segja gert grín ad thví stundum. Röddin laegi hátt, stundum adeins of hátt eins og hún vaeri ad leika Andrés Önd en thad fannst honum bara krúttlegt. Hún vaeri alltaf vel til höfd og fallega málud en stundum fannst honum hún ofgera fardanum örlítid. Hún vaeri dökk yfirlitum og med örlítinn dúnskugga á efri vör og í hárlínunni nidur med eyrunum en thad var nú ekki neitt sem hann setti fyrir sig. Hann hafdi nú aldrei séd hana nakta, og nei, ekki heldur í badfötum...og snertifaelnin hafdi komid í veg fyrir alla nánari skodun á líkama hennar. Ég skil, sagdi laeknirinn - og kvad upp sinn dóm.

Kaerastan thín er ad öllum líkindum karlmadur.

Vinurinn fékk nett taugaáfall. Var konan sem hann elskadi og dádi svo ekki kona eftir alltsaman? Vísbendingarnar hrönnudust upp fyrir framan hann og hann hafdi aldrei tekid eftir neinu. Ástin var sannarlega blind. Hvad var til ráda?

Bródirinn bad vininn ad vera rólegan. Kaerastan hans vaeri líklega ein af theim sem vaeru kona faedd í karlmannslíkama og hefdi sennilega farid í adgerd til thess ad breyta thví sem breyta thurfti til ad geta lifad lífinu til fulls sem kona. Kannski átti hún enn eftir ad fara í nokkrar adgerdir til ad fullkomna verkid. Hann gaeti bara bedid rólegur thangad til.

Vinurinn fór frá bródurnum fullur af nýrri von. Hann vissi leyndarmál kaerustunnar. Nú gaeti hann flett ofan af allri vitleysunni, sagt henni ad hann elskadi hana thrátt fyrir allt og vaeri tilbúinn ad stydja hana í gegnum thaer adgerdir sem eftir vaeru. Hann hringdi í kaerustuna, fullur tilhlökkunar, og thau maeltu sér mót á veitingastad thá um kvöldid.

Thegar lidid var á máltídina og baedi ordin hreif af víni ákvad vinurinn ad láta til skarar skrída. Hann tók í hönd sinnar heittelskudu og sagdi :"Ég veit hvers vegna thú ert óhamingjusöm. Ég veit leyndarmál thitt. Thú ert karlmadur. En thad skiptir mig engu máli. Ég elska thig jafn mikid fyrir thví." Vidbrögdin urdu önnur en hann hafdi búist vid. Kaerastan hvessti á hann augun og sagdi svo med undarlega dimmum karlaróm: "Thetta er helvítis kjaftaedi! Ég er sko enginn karlmadur. Thú ert genginn af vitinu! ÉG DREP THIG!"

Svo stedjadi hún út og skildi vininn eftir med reikninginn og brostid hjarta.

Thegar vinurinn aetladi í vinnuna daginn eftir, eftir svefnlausa nótt, rédst ad honum svartklaedd vera og bardi hann í hausinn med hafnaboltakylfu. Ruslpóstur um typpastaekkanir hlódst inn á tölvupóstfangid hans auk stuttra skeyta frá kaerustunni thar sem hún tilkynnti ad hann skyldi vera var um sig fyrst hún hefdi thad á dagskrá ad ganga frá honum. Bjölluat og raddlausar símhringingar eru daglegt braud. Um vininn ganga nú ljótar kjaftasögur sem enginn fótur er fyrir. Nú er svo komid ad hann thorir ekki út af ótta vid ad kaerastan birtist og geri alvöru úr hótunum sínum.

Ég sat stjörf eftir ad Luis hafdi lokid sögunni. "Veistu hvad thad sorglegasta er" sagdi hann. "Vinur minn er enn yfirsig ástfanginn af henni - honum. Getur ekki gleymt henni. Og tharna úti einhvers stadar er klikkud transa sem aetlar ad drepa hann, bara vegna thess."

Ég gat ekki annad en verid sammála. Undrin gerast enn.

Víóluskrímslid - fjölmenningarsamfélgid rúlar

Engin ummæli: