Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 01, 2006

Hryllingsmyndir, taka 2

Á sunnudaginn var enn hryllingsmyndin enn í sjónvarpinu. Finnar töpuðu fyrir Svíum í úrslitaleik um ólympíugullið í íshokki í milljónasta sinn.

Í Finnlandi upplifa menn ósigur gegn Svíum sterkar en gegn öðrum þjóðum.

Eins og gefur að skilja var því ekki mikil gleði í mönnum eftir leikinn. Ég held ég sleppi því alveg að bregða fyrir mig skandinavísku næstu vikur og mánuði.


Bollur

Í gær héldu Finnar upp á bolludaginn. Það var mér mikið gleðiefni. Ég fékk væna rjómabollu með hindberjasultu í ár.


Bláa lónið

Á strætóleiðinni minni niður í bæ gefur að líta gríðarstórt flettiskilti. Á það hefur undanfarnar vikur verið klínt auglýsingu frá Icelandair með fáklæddri kevenpersónu að baða sig í Bláa lóninu. Meðfylgjandi er auglýsingatextinn "Islanti 35 C"

Ég ætla rétt að vona að þar eigi þeir við hitastigið á vatninu.


Víóluskrímslið - öl á þriðjudögum

Engin ummæli: