Finnska melankólían
Finnar hafa orð á sér fyrir að vera upp til hópa fáorðir þunglyndir alkóhólistar. Ég bar þetta undir nokkra hérlenda kollega mína þar sem við sátum yfir ölglasi síðastliðið þriðjudagskvöld. Þeim fannst finnskri þjóðarsál ansi vel lýst á þennan hátt. Spurðu mig svo til baka hvort Íslendingar væru ekki alveg eins. Nei, sagði ég. Íslendingar geta aldrei haldið kjafti.
Það fannst þeim fyndið.
Víóluskrímslið - Íslandi til skammar á alþjóðavettvangi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli