Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, mars 19, 2006

Geir

Eftir að hafa eytt kvöldinu í kvöld yfir leiðinlegum Ruth Rendell krimma í sænskri þýðingu (geri það aldrei aftur) og borðað seigar saltstangir með (gleymdi að loka pokanum í gær) var ég orðin það deprímeruð að ég greip til örþrifaráða.

Litla systir hafði gaukað því að mér að þátturinn Kallarnir á sjónvarpsstöðinni Sirkus væru með steiktara sjónvarpsefni. Mér varð ljóst að til þess að rífa mig upp úr Ruth Rendell hyldýpinu dygðu engin vettlingatök. Ég kveikti því á tölvunni og rakti mig inn á síðu Vísis Veftívís. Þar var úr nógu að velja. Einhvers staðar hafði ég heyrt að þátturinn þar sem Davíð Þór Jónsson var tekinn í bakaríið væri orðinn sígilt sjónvarpsefni. Ég smellti á hlekkinn og hóf að horfa á þáttinn.

Litla systir hafði haft rétt fyrir sér. Ég stóð mig að því að hlæja upphátt oft og mörgum sinnum. Minninginn um Rendell reyfarann var óðum að fjara út í huga mér. Þegar leið að lokum þáttarins var ég komin í býsna gott skap.

EN ÓGN OG SKELFING

Á svæðið mætti enginn annar en Geir Ólafsson og tók að serða plastfígúru á bílhúddi með hörmulegum tilþrifum. Ég hef hingað til haft ágætis mætur á Geir og heiðraði hann m.a. fyrir nokkrum árum með því að mæta í gervi hans á grímuball syngjandi My Way í falsettu fyrir alla sem ekki vildu heyra. Mál manna var að ég hefði náð að halda mér vel í karakter enda var ég með dragdrottningu upp á arminn allt kvöldið og náði að brjóta að minnsta kosti eitt glas. Það er ljóst að þetta geri ég þó aldrei aftur.

Næst mæti ég sem Davíð Þór, heltanaður með brúnni skósvertu frá Kivi.


Víóluskrímslið - takmörk fyrir hlutunum

Engin ummæli: