Days of wine and roses
...eða öllu heldur dagar öls og sánu. Mér til mikillar gleði reif Tóti sig úr klóm læknadeildar í nokkra daga og kom í helgarferð til Helsinki. Að sjálfsögðu gáfum við hvort öðru rómantískar gjafir í tilefni þessa, hann fékk strætókort en ég hálft kíló af Nóakroppi og lýsi. Það mátti ekki á milli sjá hvort okkar var ánægðara.
Nú er hann farinn aftur. Það eru tveir mánuðir þar til ég kem heim. Ég er sannfærð um að þeir verða jafn fljótir að líða og þeir þrír sem af eru. Enda hefur mér aldrei liðið jafn vel í útlegðinni og nú. Ég er greinilega ekki gerð fyrir sunnlægar breiddargráður.
Víóluskrímslið - að springa úr heilbrigði
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli