Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 21, 2006

Matti

Í gærkvöldi átti ég í mestu vandræðum með að sofna. Því settist ég við tölvuna og hóf að fletta vefblöðunum í gríð og erg. Eftir að hafa flett um stund rak ég upp roknahlátur. Ástæðan var sú, að ég hafði rekist á heilsíðugrein DV um Matta Nykänen, frægustu örlagafyllibyttu Finnlands.

Þeir sem muna eftir vetrarólympíuleikum níunda áratugar síðustu aldar muna ábyggilega eftir Matta Nykänen sem þá rakaði að sér verðlaunum í skíðastökki. Á tíunda áratugnum fór ekki mikið fyrir Matta enda var hann þá löngu hættur að stökkva og farinn að vinna fyrir sér sem einkastrippari dóttur eiganda stærstu pulsugerðarverksmiðju Finnlands. Undanfarin ár hefur Matti þessi ítrekað komist í sviðsljósið fyrir

1) að vera fullur heima hjá sér
2)að vera fullur alls staðar annars staðar
3) að lemja konuna sína
4)að hóta að drepa konuna sína
5)að vera laminn af konunni sinni
6)að flýja morðhótanir konunnar sinnar
7)að byrja aftur með konunni sinni
8)að kæra konuna sína
9)að vera kærður af konunni sinni
10)að gefa út (afspyrnulélegan) geisladisk
11)að hætta með konunni sinni (x 1000)
12)að byrja enn og aftur með konunni sinni (x 1001)
13)að leika í (afspyrnulélegri) mynd um skrautlegt lífshlaup sitt
14)að gefa út (afspyrnulélega) bók um sama lífshlaup
15)að halda fram hjá konunni sinni
16)að neita því að hafa haldið framhjá konunni sinni
17)að hóta meintum elskhugum konunnar sinnar
18)að vera handtekinn fyrir númer 2, 3, 4 og 17
19)að fara reglulega í hljómleikaferðir um Finnland
20)að koma fyrir í hverju einasta slúðurblaði í Finnlandi amk einu sinni í viku eða oftar.

Ég held að það sé rosalega erfitt að vera Matti Nykänen. En hann gleður augu okkar sakleysingjanna.


Víóluskrímslið - ívöl knívöl

Engin ummæli: