Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 08, 2006

Túristapakkinn

Um helgina gerði Annegret vinkona mín sér lítið fyrir og brá sér í 4 daga heimsókn til Helsinki. Við gerðum okkur margt til skemmtunar, fórum í stórgott Íslendingapartí þar sem íslenskt góðgæti var á boðstólum, í nektarsund í sundlauginni við Georgsgötu (Yrjönkatu), magnaða viðarsánu þar sem ég flengdi furðulostna Annegret með birkivendi, í göngu um miðbæinn og á ísilagðri höfninni, á tónleika, á söfn, á traktorabarinn Zetor og í dagsferð út í virkið Suomenlinna sem nú er á kafi í snjó.

Það var mikill sprettur að ná þessum hápunktum Helsinki á svo fáum dögum með fullum skóla - auk þess sem þessi listi er alls ekki tæmandi. Við náðum til dæmis ekki að fara á þjóðminjasafnið eða á Bar Moskva. Það bíður betri tíma - og næsta gests.

Hver er til?

Víóluskrímslið - skemmtanastjóri

Engin ummæli: