Lappland
Mikið var gaman í Lapplandi. Þau Anna og Matias fórnuðu stórum hluta vikunnar í að kenna mér á skíði, með ágætis árangri. Nú kann ég að minnsta kosti að hægja á mér í brekkunum, sem er stór kostur. Sérstaklega þegar það er svartaþoka á toppnum og maður sér ekki neitt. Auk þess komst ég að því að það er minna mál að ganga upp brekkur á gönguskíðum en að renna sér niður þær.
Kvöldunum var eytt í góðum félagsskap í sánunni og á karaókebar staðarins þar sem við fórum á kostum syngjandi gamla slagara með finnskum textum eins og "No niin, no niin, Mary Lou" og "Ei ei ei, Delilah." Engin sá ég þó norðurljósin í þetta sinn.
Þrátt fyrir að hafa dottið milljón sinnum á rassinn við ýmis tækifæri er ég enn í heilu lagi og óbrotin, það er fyrir öllu. Enda tekur nú lokaspretturinn við og þá þarf maður á öllu sínu að halda.
Víóluskrímslið - blátt og marið
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli