Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti. Hitamælirinn á svölunum sýnir 4 gráður á celcíus. Það er allt í stíl.

Hér í Helsinki eru hvorki farnar skrúðgöngur né grillaðar pylsur í dag svo ég þarf að finna mér eitthvað annað til dundurs eftir skóla. Ég er að hugsa um að fara og kaupa mér strigaskó í boði móður minnar - á uppsprengdu gengisfellingarverði.

Það er fátt betur fallið til þess að koma manni í gott skap.


Víóluskrímslið - hugleiðir heiftina burt

Engin ummæli: