Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, apríl 14, 2006

Vor í lofti

Í dag skein sól á sumardegi í Helsinki. Ég uppveðraðist öll við þau ósköp, skrapp í bæinn og keypti mér fagra túlípana á páskaborðið. Þar eð fermetrarnir 44 báru ótvíræð merki dvínandi drepsóttar og almennrar gengisfellingar undanfarinna daga tók ég til svo íbúðin yrði í stíl við blómin. Það er ekki smart að stilla nýskornum túlípönum upp með notaðan snýtupappír, skítug náttföt og Wallander reyfara af bókasafninu út um öll gólf.

Eftir þetta upphlaup lagðist ég endilöng í nýryksugaðan sófann og lét mig dreyma um páskaeggið sem ég ætla að borða á sunnudaginn í góðum félagsskap á meðan fjölskyldan heima á Íslandi safnast saman heima hjá ömmu, borðar vöfflur og gerir grín að málsháttum hvers annars. Næsta ár verð ég heima á páskunum.

Það er ekki langt þangað til.

Víóluskrímslið - pásk

Engin ummæli: