Fljúgandi blóm
Í dag skín sólin í H-landi. Fuglarnir syngja, krákurnar garga, trén blómstra og túlípanarnir líka. Drengirnir taka fram léttara gel í stad extra strong vetrartýpunnar, stúlkurnar klaedast ósýnilegum fötum og haegt er ad sitja úti á kvöldin med öl í hönd.
Thetta veit ég vegna thess ad ég skrapp til H-lands thessa vikuna til thess ad fara á masterklass med gudfödur h-lenskra og íslenskra víóluleikara, Ervin Schiffer.
Herra Schiffer aepti og öskradi stanslaust í thrjá daga. Ekki svo ad skilja ad hann hafi ekki verid sáttur vid frammistödu mína og bekkjarfélaga minna. Herra Schiffer öskrar mjög mikid thegar hann er ad kenna. Til thess ad leggja frekar áherslu á ord sín lemur hann í bord og stóla, stappar fótunum í gólfid og danglar reglulega í flygilinn á svaedinu. Auk thess hoppar hann töluvert sem verdur ad teljast merkilegt thar sem hann er kominn vel yfir sjötugt.
Thetta var hressilegt námskeid og ég er ekki frá thví ad sólósónata Hindemiths op. 25 fyrir víólu sé ordin heldur audveldari vidfangs. Auk thess hitti ég flesta sem ég vildi hitta og engan sem ég vildi ekki hitta. Thad er mjög gott.
Eldsnemma í fyrramálid fer ég aftur til Finnlands. Anna Hinkkanen laug thví ad mér ad thad vaeri farid ad snjóa thar aftur. Ég vona allavega ad hún hafi verid ad skrökva.
Víóluskrímslid - á faraldsfaeti
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli