Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, apríl 23, 2004

Ónaemiskerfi

Ég hef nú búid í H-landi í taep tvö ár. Á thessum tveimur árum hefur ónaemiskerfi mitt ordid fyrir fleiri árásum en á öllum theim 22 sem ég bjó heima. Í dag lít ég út eins og fílamadurinn thví annad augad mitt ákvad ad taka thátt í kvefinu sem hefur verid ad hrjá mig undanfarna daga og sökk.


Aldrei hef ég fengid svona margar illyrmislegar pestir á svo stuttum tíma. Ad minnsta kosti einu sinni í mánudi hryn ég nidur med skaeda drepsótt, hósta úr mér allt vit eda aeli lifur og lungum í nokkra daga, skríd svo veikburda á faetur og fer út til ad ná mér í fleiri sýkla. Thví í H-landi er ekki til hreinn skítur (lesist-mold, ryk og sandur á la sveitin hans pabba). H-land er hreint sýklabaeli.

Hvers vegna? H-land er drulluskítugt, vadandi í hundaskít og fólki sem thvaer sér ekki um hendurnar eftir ad thad fer á klósettid. Hér er loftmengun stundum yfir haettumörkum, fer eftir vindátt. Fólksmergdin er gífurleg og persónulegt hreinlaeti hvers og eins vill liggja milli mála á stundum. Nema vidkomandi sé hreinraektadur skjannahvítur H-lendingur milli fimmtán og thrítugs. Thad fólk fer í bad thrisvar á dag og údar sig ótaepilega med sótthreinsandi ilmvatni. Hér er auk thess vidtekinn sidur ad snýta sér framan í gesti og gangandi og thad í vasaklúta sem gaetu léttilega stadid sjálfir.

Sé madur svo forsjáll ad thvo sér um hendurnar í hvert einasta skipti sem madur kemst í taeri vid rennandi vatn sleppur madur nokkud vel. En gleymi madur thví - og thyki manni thar ad auki skemmtilegt ad naga neglurnar - er gamanid fyrir bí. Inn fyrir varir manns renna milljónir kóleru og berklasýkla, streptókokka, kólígerla, veira og baktería. Og svo verdur madur veikur.

Ég verd greinilega ad haetta ad naga neglurnar. Djöfull nenni ég thessu ekki.


Víóluskrímslid - brúdur Frankensteins

Engin ummæli: