Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, apríl 05, 2004

Hlödver grís

Í draumi sérhvern dag, Hlödver grís?
-rýt rýt-
Hvad dreymir thig í dag, Hlödver grís?
-rýt rýt-
Af fötum fullan skáp
svo fólkid er med gláp
ef sólskin er glatt thú setur upp hatt
ferd á sunnudagsráp

Hvad dreymir thig í dag Hlödver grís?
-rýt rýt-
Í draumi sérhvern dag, Hlödver grís?
-rýt rýt-
Mási naerri er
nóg af gódum mat og hér
í draumi sérhvern dag
Hlödver grís

-díngalingdíngalingdíng-

Hlödver grís

-rýt rýt



Litlar systur geta stundum verid svo fyndnar ad thad hálfa vaeri nóg.


Merkilegur dagur

Gaerdagurinn var merkilegur fyrir margar sakir.

Í fyrsta lagi passadi ég lítid barn. Thad gerist ekki oft. Barnid góladi naestum ekki neitt, reif bara í sundur babúskuna mína, elti kött nágrannans á fjórum fótum og slefadi út allan gardinn heima. Ósköp vinalegt. Börn eru alls ekki svo slaem. Ég lít samt út eins og hálfviti med barnavagn.

Ég hitti íslenska konu sem hefur búid í Tilburg á annan áratug. Vid búum í fimm mínútna göngufaeri hvor frá annarri og samt höfum vid aldrei sést í thessi tvö ár sem ég hef búid hér. Mikid var ég kát ad hitta hana. Nú getur madur farid ad skreppa í sunnudagskaffi án thess ad thurfa ad gera bod á undan sér med tveggja vikna fyrirvara.

Um kvöldid leiddi ég víólurnar í lítilli strengjasveit sem lék undir í Passíu eftir Hertzogenberg. Ein víólanna var ekki sátt vid ad ég skyldi sitja thar sem ég sat og lét thad óspart í ljós. Ég tek ekki thátt í asnalegum pissukeppnum um hver hefur haest - en átti fullt í fangi med ad missa ekki stjórn á skapi mínu. Thad kom sér vel ad vera fucking North European. Hvada fjandans máli skiptir hver situr hvar?! Thad er ekki eins og ég fái ad ad spila einhverjar adrar nótur og ekki var ég ad fá meira borgad. Mikid finnst mér hallaerislegt thegar fólk blandar persónulegum ýfingum inn í tónlistarflutning. Thad á jafn vel saman og thorskur og súkkuladisósa.

Thegar ég kom heim var braudristin komin út í tunnu thví í henni hafdi fundist grillud mús. Vid thurfum ad fá okkur kött. Eins og kakkalakkarnir hafi ekki verid nóg.

Víóluskrímslid - barnvaent og brosandi, thökk sé svefngenglinum systur minni

Engin ummæli: