Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Fengitimi

I gaer fekk boginn minn slag. Thegar eg sat i lestinni a leid a neydarmottoku fidlulaeknisins i s'Hertogenbosch vard mer litid ut um gluggann - enda fatt annad vid ad vera. Og sja! Um allt skoppudu litil lomb, tilbuin i ofninn. Vorid er komid hugsadi eg og halladi mer makindalega aftur i saetinu.

A leidinni heim fra fidlulaekninum (sem bra vid skjott og lagadi bogann minn a undraverdum hrada) gekk eg framhja leikvelli thar sem baeldar H-lenskar husmaedur skottudust um med bornin sin. Thau voru svona a ymsum aldri og ekki nandar naerri eins saet og lombin. Thessi sjon leiddi tho til thess ad mer datt dalitid i hug.

Vaeri ekki snidugt ef mannfolkid hefdi akvedinn fengitima eins og dyrin? Segjum eins og i juli-agust?

Kostir thess vaeru oumdeilanlegir. Konur og menn thyrftu aldrei framar ad hafa ahyggjur af thvi ad slysast til ad bua til barn thessa 10 manudi sem aexlunarkerfid vaeri i laegd. Konur gaetu haett ad borda hormona sem gera thaer feitar og vitlausar i skapinu, sprauta i sig leysiefnum eda setja kjarnorkuurgang upp i legid a ser i tiu manudi a ari! Rifinn smokkur thyddi ekki lengur neydargetnadarvorn og gubbupest i 3 daga heldur i versta lagi heimsokn a Hud og Kyn ef svo baeri undir. Aldrei framar thyrftu unglingsstulkur ad bida skjalfandi af hraedslu eftir naesta tur. Aldrei framar thyrftu barnlaus por sem langadi i litinn oskrandi boggul ad misthyrma andlegu astandi sinu dag eftir dag med tilgangslausum tilraunum - thvi madur thau vaeru hvort ed er ekki frjo nema tvo manudi a ari! Veri fengitimi mannfolksins i juli-agust myndu bornin faedast i april-mai, sem thyddi ad thau yrdu oll vorborn og aettu thvi ekki eins a haettu ad leggjast i thunglyndi sidar a aevinni - samkvaemt visindalegum rannsoknum. Spitalarnir thyrftu ad visu ad vinna i akkordi i april og mai. Thad sem eftir vaeri ars gaetu their hins vegar lokad faedingardeildinni og unnid upp bidlista annars stadar. Ljosmaedur gaetu eytt 10 manudum a ari i solarlandafríi enda vafalaust a bankastjoralaunum.

Oll born yrdu faedd a sama tima, ad vori til thegar skemmtilegast er ad halda afmaelisveislur. Dagana er farid ad lengja, grodurinn ad vakna til lifsins og haegt ad leika ser uti. Sumarid framundan, engin olett kona thyrfti ad dragnast gegnum heita sumarmanudina andstutt og i svitabadi. Litlu krilin fengju ad sofa uti undir sumargraenum trjam med fuglasong i eyrunum og yrdu thar af leidandi einstaklega musikolsk og medfaerileg. Ekkert barn fengi kuldakvef eda eyrnabolgu fyrstu manudina. Allir foreldrar fengju ad njota samvista vid bornin sin i sumarfriinu - sem stytti faedingarorlof beggja foreldra og kaemi theim hlutfallslega fyrr ut a vinnumarkadinn a ny. Thjodfelagslega hagkvaemt og aetti ad falla theim vel i ged sem vilja breyta kirkjuarinu til ad geta fellt nidur fridaga.

Juli og agust yrdu sannkalladir astarmanudir thar sem hver sem vettlingi gaeti valdid fengi ser felaga til lengri eda skemmri tima. Kaffihus og barir yrdu stappfull af breima mannfolki sem hefdi fatt annad i huga en ad fjolga ser. Astarbrimi, augnagotur og astridufull stefnumot i husasundum. Solusprenging i naerfatabudum og hjalpartaeki astarlifsins rynnu ut eins og heitar lummur! Sala a lettu afengi myndi storaukast a kostnad thess sterka og studla ad baettri vinmenningu. Thad dugar ekkert ad vera daudadrukkinn aetli madur ser ad bua til barn. Folk faeri i bad ad minnsta kosti annan hvern dag og nyti thess ad vera til thvi se allt thjodfelagid spolgratt a sama tima er ollum sama hvad naesti madur gerir. Gaypride gaeti farid nakin nidur Laugaveginn an thess ad vekja serstaka athygli.

Um jolalaeytid yrdu thaer sem ekki gerdu videigandi varudarradstafanir i juli-agust komnar nokkra manudi a leid, lausar vid morgunogledina og gaetu trodid i sig eins og theim syndist enda ad borda fyrir tvo. Eftir jol gaetu snidugir namsmenn jafnvel klarad onnina adur en krilid faeddist og folk a hinum almenna vinnumarkadi gaeti dregid sig i hle einmitt thegar veturinn verdur leidigjarnastur - i mars.

Mikid vildi eg ad mannfolkid aetti ser fengitima. Ad visu eru Islendingar ekki langt fra thvi. I thad minnsta thekki eg miklu fleiri vorborn en vetrarborn. Tha er bara ad stiga skrefid til fulls...lengjum Verslunarmannahelgina!


Violuskrimslid - gledilegt sumar

Engin ummæli: