Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, maí 05, 2006

Fjölbreytileiki mannlífsins

1.
Fyrir rúmri viku spurði lítill drengur mig hvort ég væri manneskja eða barn. Fyrir honum skiptist fólk nefnilega í þessa tvo flokka og hann var ekki viss hvoru megin hann ætti að setja mig. Ég sagðist vera barn. Þá er það komið á hreint.

2.
Ég skrapp í sund í gærkvöld. Í sturtunni gaf að líta rauðhærða leggjalanga Artemis og íturvaxna biksvarta frjósemisgyðju. Fegurðin holdi klædd.

3.
Í neðanjarðarlestinni gaf maður sig á tal við mig sem vildi vita hvað væri í víólukassanum mínum. Þegar ég var búin að útskýra það spurði hann mig hvaðan ég væri. Ég sagðist vera frá Íslandi. Maðurinn, sem var af suðrænum uppruna, vildi þá endilega fá að taka í höndina á mér því hann hafði aldrei hitt Íslending áður. Það var auðsótt mál.


Víóluskrímslið - I´m not a girl, not yet a woman (múhahahahahahahaha)

Engin ummæli: