Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, maí 31, 2006

Það er komið að því

Ég er á leið heim á morgun. Í fyrsta sinn í fjögurra ára sögu minni sem útlagi og víóluskrímsl fylgja því blendnar tilfinningar. Síðustu þrjú vor hef ég verið hoppandi kát yfir því að fara heim að vori - en að þessu sinni væri ég alveg til í að vera aðeins lengur. Að því gefnu að fjölskylda mín og vinir flyttust til Finnlands, að sjálfsögðu.

Það er gott að búa í Finnlandi. Hér hefur mér liðið afar vel. Hver veit nema ég komi hingað aftur.

Sem fyrr verður hægt að ná í mig í síma 6943592 á heimaslóð. Sjáumst!!


Víóluskrímslið - kiitos kaikille, ja hyvää yötää

Engin ummæli: