Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 29, 2006

Afsakið á meðan ég æli

Þegar ég las um nýjan meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Reykjavík varð mér skyndilega illt. Það er eins gott að maður er fátækur námsmaður í boði ríkisstjórnar sömu flokka, annars hefði ég kannski haft einhverju að æla.

Megi alheimsvaldið hjálpa okkur öllum.

Ekki ældi nokkur einasti maður í kveðjupartíinu sem ég hélt síðasta föstudag. Þar fór heldur enginn að grenja, enginn á bömmer, enginn rauk út í fússi og hvorki helltist nokkuð niður né brotnaði. Þvert á móti skemmtu menn sér vel og voru glaðir. Ég fékk barbapabbabol og múmínkönnu frá skólasystkinum mínum. Það gladdi mitt litla hjarta.

Það er augljóst að með nýjustu úrslit sveitarstjórnarkosninganna í huga þarf ég að ganga í barbabolnum á hverjum degi til að halda sönsum. Almáttugur.


Víóluskrímslið - hrætt

Engin ummæli: