Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Útópía

Ekki er til sá heimspekingur sem ekki hefur velt fyrir sér hugmyndinni um hina fullkomnu thjódfélagsskipan. Platon leist best á ad ala öll börn upp af ríkinu og láta elítu menntamanna stjórna öllu saman. Marx vildi alraedi öreiganna. Machiavelli gaf rádamönnum rád um hvernig aetti ad berja soltinn lýd til hlýdni. Sagan hefur talid óteljandi konunga, keisara, lénsherra, hertoga, strídsherra, forseta og jafnvel thjódkjörna thjódarleidtoga svona upp á sídkastid. Og svo má lengi telja.

Uppáhaldsidja margra heimspekinga var ad skapa sér útópíu thar sem allt gekk upp og allir voru gladir. Mér finnst thad snidugt. Hér koma tvaer útópíur sem ég hef sett saman med dyggri hjálp theirra sem sofna ekki úr leididum thegar ég fer ad tala um svona hluti. Kreditlisti fylgir á eftir.

Útópía nr. 1 Alraedi sköllóttu geldinganna.

Thessu fyrirmyndarríki er stjórnad af 12 mönnum og konum sem eru alin upp til thess frá blautu barnsbeini. Thau skörpustu, samviskusömustu og mildustu eru valin úr theim stóra hópi barna sem alinn er upp af ríkinu eftir umfangsmikil persónuleikapróf. Til thess ad drengirnir láti testósterónid ekki hlaupa med sig í gönur og fari ekki í pissukeppni vid adrar thjódir (sbr. Donald Rumsfeld) eru their geltir fyrir 10 ára aldur. Stúlkur eru gerdar ófrjóar. Hárid er rakad af öllum grislingunum og thau klaedd í appelsínugula búddamunkakufla svo thau ödlist naudsynlegt kynleysi og geimveruelement.Thessir framtídarleidtogar eru aldir upp vid umfangsmikla og vídtaeka menntun sem gerir theim kleift ad skilja adrar thjódir og bera virdingu fyrir sidum theirra og venjum. Theim er gert ad stúdera allt sem vidkemur nútíma samfélagi og vera vel ad sér á thví svidi sem thau koma til med ad stjórna sídar.
Allt thetta fólk myndar saman eitt adalrád. Thar er forseti valinn úr hópi leidtoganna fyrir hvern mánud. Sá sami má aldrei sitja tvisvar í röd. Adalrádid er myndad af 4 ráduneytum, Ráduneyti almannaheilla, Ráduneyti Atvinnumála, Ráduneyti Umhverfismála og Ráduneyti Utanríkismála.Fyrir hverju ráduneyti sitja 3 rádherrar og frúr.
Á 5 ára fresti er adalrádinu skipt út í heild sinni. Their leidtogar sem víkja taka nú vid kennsku theirra sem á eftir koma.

Theim sem vilja nánari útlistanir á thjódfélagsmálum thessarar útópíu, sbr. stéttleysi, samhjálp og samábyrgd verda bara ad hringja í mig í síma 00316-25327734 eftir klukkan 22 á kvöldin.


Útópía nr. 2 Ísland framtídarinnar

Thegar ég fór ad velta thessu fyrir mér komst ég ad thví ad alraedi sköllóttu geldinganna aetti líklegast ekki vid íslenskar adstaedur. Thad yrdi líklega eitthvad sagt ef menn faeru ad gelda vel gefin börn hér og thar og raka af theim hárid. Svo eru búddakuflarnir ekki nógu skjólgódir. Thví greip ég á lofti thessa stórgódu hugmynd frá félaga mínum sem annar er á kreditlistanum (sjá kreditlista). Í stad thess ad vera alltaf ad kjósa yfir sig sama skítinn aftur og aftur - kyssa vöndinn, eins og pabbi segir - aetti ad bidja alla sem vildu stjórna og fara med völd ad senda nafnid sitt í umslagi inn í Stjórnarrád. Svo aetti ad opna umslögin og skrifa umsaekjendur nidur á lista. Thegar thví vaeri lokid aetti ad taka 70 manna úrtak úr thjódskrá og gera thad fólk ad althingismönnum - og fordast vandlega allt thad fólk sem var á listanum. Thessir althingismenn myndu svo vinna ad hag thjódarinnar naestu fjögur árin. Líklegt er ad med thessu móti fengi madur skynsamasta og fridsamasta fólkid. Skítt med thad thó thad myndi ad öllum líkindum vilja byggja fleiri íthróttahallir. Íthróttahallirnar kosta thó minna en öll helv. sendirádin sem núverandi ríkisstjórn er ad reyna ad skreyta sig med.

Their sem vilja nánari útskýringar á thessri hugmynd og svar vid spurningum eins og "hvernig á ad koma í veg fyrir ad Franklín Steiner verdi dómsmálarádherra" eru bednir um ad hringja í ofangreint símanúmer milli 20 og 22.

Kreditlisti.
1. Hr. Hugi Helgason, dr.vitalis.
2. Hr. Thórarinn A. Ólafsson, dr.med.
3. Meistari Orri Jóhannsson dr. phil.
4. Ungfrú Margrét Hugadóttir, alheimsuppfraedari.
5. Hr. Ari Karlsson, cand.mag.
6. Frú María Ásmundsdóttir dr. phil.
7. Hr.Sverrir Gudmundsson, barnafraedari.
8. Hr.Ísleifur Ólafsson, dr.love.
gódar stundir.

Engin ummæli: