Enginn er eyland.
Frelsi er fallegt ord. Hamingjusamt, létt og fer vel í munni. Enda er thad vinsaelt ord. Mér reiknast svo til ad medalmadur taki sér thad í munn amk. thrisvar á dag. Ég tala ekki um sé madur Heimdellingur.
Frelsi er fallegt ord, um thad geta allir verid sammála. Thad lífgar upp á hversdagsleikann. Faer mann til ad anda léttar. Thad faerir med sér hamingjutilfinningu sem fá önnur ord geta keppt vid. Indaelt ord. Frelsi frelsi frelsi. Madur flissar af kátínu.
Frelsi er eitt af mínum uppáhaldsordum. En thad er med uppáhaldsord eins og uppáhaldsmat. Madur notar thad spari. Thví midur er thad thó ekki alltaf svo. Ákvedinn hópur manna hefur tilhneigingu til thess ad klína thví utaná og innaní allt sem thad segir. Their rökstydja hugmyndir sínar med ordinu einu. Togar thad úr samhengi, afskraemir og skrumskaelir. Auk thess ad vera fallegasta ord í heimi er frelsi einnig thad misnotadasta.
Ég sé ekki frelsi í thví ad vera á kafi í dópi vegna thess ad madur hefur frelsi til ad gera hvad sem manni sýnist. Frelsi til ad eydileggja líkama sinn og sál!? Ég sé ekki frelsi í thví ad hagnast á eymd annarra. Ég sé ekki frelsi í thví ad skapa efnahagslegt og menntunarlegt bil milli fólks og mismuna fólki á grundvelli efnahags. Ég sé ekki frelsi í thví ad sprengja lönd og thjódir fyrir efnahagslegan ávinning.
Vid erum ekki ein í heiminum. Enginn er eyland. Allt í kringum okkur er fólk. Og samfélag er byggt á fólki. Heilbrigdu samfélagi er haldid saman af SAMÁBYRGD. Vid berum ábyrgd hvert á ödru. Vid hjálpumst ad. Adeins á thann hátt er haegt ad ganga úr skugga um ad enginn lídi skort. Sá sem eydileggur líf sitt med neyslu fíkniefna drepur ekki adeins sjálfan sig. Hann veldur fjölda manns áhyggjum og sorg. Hann eydileggur líf annarra. Líf sem hann á ekki sjálfur og hefur thar med engan rétt á ad eydileggja. Thad er ekki frelsi. Thad er ábyrgdarleysi og heimska. Thad sama gildir um alla thá sem nota fallegasta ord í heimi til ad fódra gerdir sínar.
Frelsi finnst adeins í samfélagi thar sem allir hafa jafna möguleika. Jafna möguleika og hvatningu til ad leita sér menntunar Thar sem allir hafa almennilega til hnífs og skeidar og thak yfir höfudid. Thórbergur Thórdarson sagdi í Bréfi til Láru ad fátaekt kaemi í veg fyrir andlegt líf. Hvernig aetti fólk sem hefdi áhyggjur af ad lifa af naesta dag ad geta notid menningar og lista. Med fátaekt og skorti vaeri andlegt líf theirra heft á medvitadan hátt. Er thad frelsi?
Thegar mannkynid lifir saman í sátt og samlyndi, thegar enginn lídur skort, thegar engum er mismunad á grundvelli trúar, kyns eda kyntháttar getum vid farid ad tala um frelsi. Ekki fyrr. Og megi their skammast sín sem thangad til misbjóda fallegasta ordi í heimi.
gódar stundir.
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli