Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, apríl 28, 2003

"Er víóluleikari í salnum?"

Thetta er umthad bil ólíklegasta upphrópun sem gaeti heyrst hvar sem er, hvenaer sem er. Ég heiti Anna. Ég er víóluleikari.

Thegar ég var lítil aetladi ég ad verda biskup thegar ég yrdi stór. Mér fannst svo snidugt ad mega standa uppi á svidi í kjól og thruma dómsdagsspár yfir skelkudum lýd án thess ad nokkur maetti taka fram í fyrir mér. Sem betur fer eltist biskupinn af mér med aldri og throska.

Svo aetladi ég ad verda dýralaeknir. Ég sem get ekki einusinni thraett orm á öngul. Thad plan féll um sjálft sig af augljósum ástaedum.

Thá datt mér í hug ad verda bókmenntafraedingur thví ég hafdi bitid thad í mig ad their ynnu vid thad ad lesa allan daginn. Thad fannst mér ekki ónýtt. Fadir minn fraeddi mig um thad ad bókmenntafraedingar thyrftu líka ad skrifa greinargerdir og laerdar baekur og gagnrýni fyrir Moggann í jólabókaflódinu. Thví nennti ég engan veginn.

Ljósid í myrkri óraedrar framtídar minnar birtist thegar ég var 12 ára. Mér datt í hug ad fara ad laera tónvísindi. Mig langadi ad laera tónlistarsögu og formgreiningu. Svo var ég einhvern tímann spurd hvar ég aetladi ad fá vinnu vid thad. Thar fór thad.

Svo fór ég í sagnfraedi. Áralöng aefing í ad lesa skrift Ara Karlssonar félaga míns skiladi mér ágaetiseinkunn í skjalfraedi. Ég skrifadi nokkrar ritgerdir. Maetti adeins í tímana sem voru eftir hádegi og fór á Mac med Orra thegar taekifaeri gafst. Svo haetti ég í sagnfraedi.

Nú aetla ég ad verda víóluleikari. Ég aetla ad gera thad ad aefistarfi ad spila á haeddasta hljódfaeri sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir utan thríhorn. Ég aetla ad verda kennari. Og spila kammermúsík í frístundum. Langafi kalladi thad kamarmúsík. Thad finnst mér fyndid. Ég aetla ad verda blönk - thad er fyrirsjáanleg stadreynd fremur en beinn ásetningur. Allir vinir mínir sem eru á leidinni ad verda laeknar, lögfraedingar, hagfraedingar, stjórnmálafraedingar eda fyrstu ríku sagnfraedingar á Íslandi munu thurfa ad bjóda mér í mat reglulega svo ég haldi í velmegunarvaxtarlagid. Ég skal spila Elgar fyrir thá í stadinn.

Ég er voda kát yfir thví ad verda víóluleikari og eiga thad fyrir höndum ad ganga í HÍV - Hollvinafélag Íslenskra Víóluleikara. Thad eru ekki margar stéttir sem eiga sér thess konar félag. Thad er glediefni. Sama thó ég muni aldrei spá dómsdegi á sannfaerandi hátt.

gódar stundir.

Engin ummæli: