Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Flug og ríd

Hin ósýnilega hönd markadarins hefur af alvisku sinni fundid upp nýjan ferdamáta. Í stad thess ad bjóda erlendum ferdamönnum upp á rútuferdir um endalaus öraefi thar sem ekkert er ad sjá, margra daga göngutúra í óútreiknanlegu vedri og gláp á svoköllud náttúruundur hefur flugfélag allra landsmanna, Flugleidir, ákvedid ad nýta sér audlind sem hefur legid ónýtt hingad til. Greddu íslenskra kvenna.

Í nýlegri auglýsingaherferd meints flugfélags gefur ad líta stórkostleg bod um sódalegar helgar og einnar naetur gaman. Fyrir thá sem ekki skilja ensku (thad virdist vera thó nokkud algengt ef marka má yfirlýsingar bladafulltrúa flugfélagsins) fylgja auglýsingunum myndir af aesilegu, fáklaeddu kvenfólki í ledjuslag. Thannig er gengid úr skugga um ad auglýsingin nái til sem flestra. Varla tharf ad taka fram ad stúlkurnar á myndunum eru föngulegar mjög, enda íslenskar ad aett og uppruna. Gefid er í skyn ad taki menn thessu kostabodi og fljúgi til Íslands yfir helgi bídi theirra hjardir óthreyjufullra kvenna sem tilbúnar eru í slaginn - og thad allsendis ókeypis.

Íslenskar konur hafa löngum verid lofadar fyrir fegurd sína og andlegt atgervi. Ekki hefur heldur thótt spilla ad thaer búa yfir heilmiklu kynferdislegu sjálfstaedi og thykir ekkert tiltökumál ad velja sér medreidarsveina til einnar naetur gamans. Thessi sidur theirra, ad stíga idulega fyrsta sporid til nánari kynna, hefur oft komid flatt upp á marga erlenda ferdamenn sem haett sér hafa út í skemmtanalíf Íslendinga. Theim sem finnst ad konur eigi ad sitja med hendur í skauti og bída rólegar eftir thví ad einhver láti svo lítid ad reyna vid thaer verda oftast fyrir töluverdu menningaráfalli. Hinir sem komnir eru adeins lengra á thróunarbrautinni njóta thess ad thurfa ekki ad thykjast aetla ad giftast einhverri til ad ná sér í drátt og skemmta sér konunglega. Líka thegar theim er hent út morguninn eftir.

Thrátt fyrir ordspor sitt eru íslenskar konur thó ekkert vergjarnari en adrar konur á thessari jörd. Munurinn er einfaldlega sá ad í stad thess ad sitja og stara hundsaugum upp á öll karlmennin í kringum sig sýna thaer áhuga sinn í verki sé hann til stadar. Jafnrétti kynjanna byggist nefnilega ekki adeins upp á jafnrétti til náms, vinnu, launa og tháttöku í samfélaginu. Thad byggist líka upp á jöfnu kynferdisfrelsi.

Ég skammast mín andskotann ekkert fyrir ad íslenskar konur séu sagdar lauslátar fram úr hófi. Ég skammast mín enn sídur fyrir thann sid theirra gegnum aldirnar ad auka vid fátaeklegt genamengi landsmanna med thví ad taka útlendinga fram yfir heimamenn. Hefdu thaer ekki gert thad vaerum vid innraektadri en ord fá lýst og thá vaeri ekki thetta fallega svarta hár í föduraettinni minni. Ég skammast mín ekki fyrir ad reyna vid menn ad fyrra bragdi. Hvers vegna í ósköpunum aetti ég ad gera thad? Ekki skammast karlmenn sín fyrir ad reyna vid konur ad fyrra bragdi og hvers vegna aetti annad ad gilda um konur?!

Thad sem mér finnst öllu verra er ad íslenskt fyrirtaeki í eigu Íslendinga dragi sjálfstaedi íslenskra kvenna í kynferdismálum nidur á nidurlaegjandi, plebbalegt plan med hallaerislegri auglýsingaherferd. Thad er heldur ekki eins og íslenskar konur, sú grada kventhjód sem vísad er til á svo fjálglegan hátt, séu ad sofa hjá hverjum sem er. Hafid thid séd gaurana sem koma í thessar ferdir? Gud minn gódur.....

gódar stundir.

Engin ummæli: