Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Nostalgía

Gledilega hátíd kaeru lesendur!


Í dag er fyrsti maí. Sannur hátídisdagur dagur í minni fjölskyldu. Ein af mínum fyrstu aeskuminningum er ad vera keyrd í kerru med áföstum íslenskum fána og ödrum raudum nidur Laugaveginn í glampandi sól. Allt í kring eru BSRB spjöld (thad var ádur en vid fórum ad ganga med Ísland-Palestínu) og madur med kalltaeki leidir kröfuna SÖMU LAUN OG ÁSMUNDUR! Pabbi var ekkert sérstaklega hrifinn af Ásmundi. Hann strikadi yfir hann í einum althingiskosningunum. Ég sagdi Ásmundi frá thví í eitt skiptid sem vid fórum í sumardvöl Althýdubandalagsins á Laugarvatni. Önnur fögur bernskuminning.

Thad fylgir sérstök tilfinning fyrsta maí. Sama á hverju ári. Hversu margir gangi í ár. Aetli öll félögin komi? Hverjir verda nýjir? Aetli rigni? Aetli helv. Lúdrasveit Verkalýdsins spili aftur bara negrasálma og bossanóva á leidinni nidur á torg? Hvad vard um "Sjá rodann í austri" ?

Vid göngum alltaf alla leid nidur á torg. Oftast öll fjölskyldan thó stundum séum thad bara vid pabbi. Á leidinni hittum vid fjölskyldumedlimi úr bádum aettum, vini og kunningja. Suma hittum vid adeins einu sinni á ári og thá í kröfugöngu. Svipumst um eftir Helga Hóseassyni. Stundum er hann nefnilega med kröfuspjald med ógedslega kúl krossfestum bangsa. Thad sem hann festi á bangsann fannst mér thó flottast.

Á torginu hlustum vid á raedurnar. Best er thegar Ögmundur Jónasson talar. Ekkert jafnast á vid Ögmund í ham réttlaetis og jöfnudar. Hann er efstur á lista VG í Sudurkjördaemi Reykjavíkur í ár. Ég aetla ad gera mér ferd til Amsterdam til ad kjósa hann á morgun. Thví atkvaedi verdur vel varid.

Thegar vid erum búin ad hlusta á svona 2 raedur og syngja nallann nokkrum sinnum bara fyrir okkur leggjum vid leid okkar upp á Vatnsstíg. Thar er samkomusalur MÍR og thar er glatt á hjalla og vel til rétta veitt. Á efstu haed er kaffibord sem keppt getur vid 3 fermingarveislur samanlagt. Kaffi eins og hver getur í sig látid og gos fyrir börnin. Ég man hvad mér brá fyrst thegar ég sá ad their voru farnir ad bjóda upp á kók. Sömu frúrnar sjá um kaffid núna og fyrir 15 árum. Thaer hafa ekkert breyst. Kaffistellid kemur ábyggilega frá theim líka. Amk 10 mismunandi tegundir og stílar. Rósir og gylltar rendur thó yfirgnaefandi. Madur tharf ad bída eftir saeti sé madur seinn. Sé madur snemma í thví/heppinn finnur madur bord nálaegt kökunum.

Í MÍR er aettarmót hjá mér á hverju ári. Systur mömmu, systur pabba og hin og thessi afkvaemi theirra eru fastagestir. Amma kemur líka med. Kökur étnar og kaffi drukkid. Svo eru thad rússneskar teiknimyndir í bíósalnum. Gamla prógrammid kunni ég ordid utanad. Uppáhaldsmyndirnar mínar voru
1.Myndin um Ólympísku leikana og fornaldarmenningu Grikkja og Rómverja. Senan thegar Neró er velt upp á kappreidavagn medan hinir keppendurnir bída er ógleymanleg.
2.Myndin um hundinn og úlfinn og brúdkaupsveisluna thar sem allir urdu fullir. Rússnesk baendamenning.
3. Myndin um maurinn sem fauk ad heiman og komst til baka eftir mikla hrakninga fyrir hjálp samskordýra sinna. Falleg og hjartnaem mynd.
Í hittedfyrra skiptu their um prógramm. Nú sýna their seríur um úlfinn og kanínuna. Úlfurinn er vitlaus, kanínan klár. Litlu fraendum mínum tveimur finnst thaer nýju samt skemmtilegri. Ég er ekki sammála. Úlfurinn er einum of vitlaus fyrir mig.

Nenni madur ekki ad horfa á teiknimyndir getur madur keypt sér tombólumida í anddyrinu. Thar vann ég fyrir ca. sex árum adalvinninginn - stolt bókaskápsins míns - rússnesk/rússneska ordabók í tveimur bindum. Thad var gódur dagur. Einhvern tímann aetla ég ad laera rússnesku. Í hittedfyrra vann ég PRAVDA lyklakippu. Hún er ógedslega flott. Ég geng ekki med hana af ótta vid ad týna henni.

Í dag er fyrsti maí. Í dag fer ég ekki í kröfugöngu. Ég fae engar kökur - nema ég nenni ad baka thaer sjálf. Thad verda engar rússneskar teiknimyndir. Engin tombóla. Enginn nalli. Mér finnst thad frekar súrt. Og thar sem ég sit og hugsa til rússneska raekjusalatsins sem ég borda alltaf of mikid af fae ég oggulitla heimthrá. Eins gott ad pabbi gangi fyrir mig í dag.

gódar stundir.

Engin ummæli: