Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, apríl 14, 2003

Sem á brjóstum borid

Ég er med lítil brjóst. Thad er í föduraettinni minni. Mér finnst thad fínt eins og adrir eiginleikar sem ég hef úr theirri aett.

Thegar ég var 13 ára var ég thó ekki med nein brjóst. Thad fannst mér öllu verra. Allar vinkonur mínar og bekkjarsystur voru med brjóst. Sumar meira ad segja med ansi stór brjóst. Og gengu í brjóstahöldurum. Ég öfundadi brjóstgódar vinkonur mínar ekki beint af bringuprýdinni. Annad og verra var ad mér fannst ad thad hlyti ad vera eitthvad ad mér fyrst ég vaeri ekki med nein brjóst. Allir voru med brjóst. Ég thekkti meira ad segja stráka sem voru med staerri brjóst en ég. Thó thad hafi ekki komid til af gódu.

Ég ákvad ad gera bragarbót á og heimtadi ad fá ad kaupa mér brjóstahaldara. Fram ad thví hafdi ég skartad misslitnum bómullarnaerfötum úr Hagkaup med miklu stolti enda thaegileg med afbrigdum. Nú vildi ég vera viss um ad fá blúndur og slaufur á mín naerföt. Thad skyldi sjást og sannast ad ekkert vaeri ad mér. Módir vor var ekki alveg á thví ad brjóstahaldarans vaeri thörf. Hún sá thó ad thetta var mér mikid hjartans mál. Og gaf eftir.

Fyrsta brjóstahaldarann minn keypti ég á thví herrans ári 1993, ad vori til nánar tiltekid. Eva vinkona mín kom med mér enda vissi hún miklu meira um brjóst og brjóstahaldara en ég, af augljósum ástaedum. Vid fórum í búdina Ég og Thú á Laugaveginum. Ég var skíthraedd um ad thad yrdi hlegid ad mér. En thad gerdist ekki. Hálftíma eftir ad vid löbbudum inn í búdina vorum vid komnar aftur út á götu og ég var ordin stoltur eigandi ad UNDRAHALDARA. Mig minnir ad vid höfum fengid okkur ís í tilefni af thessum tímamótum.

Ég fór heim og prófadi undrahaldarann med mikilli eftirvaentingu. Thegar ég leit í spegil sá ég ad hann virkadi alveg ágaetlega. Thad mótadi ad minnsta kosti fyrir einhverju sem leit út eins og brjóst. Ég var ágaetlega sátt. Og tók ad ganga í brjóstahaldara thó engin vaeru brjóstin til ad halda uppi. Fullkomin blekking. Hagkaupsnaerfötin fengu ad gista dýpstu afkima naerfataskúffunnar.

Ég gekk í brjóstahaldara í 6 ár. Á theim tíma miskunnadi almaettid yfir mig og bjó til á mig alvöru brjóst thó lítil vaeru. Thad var mér mikill léttir. Mér thótti thó aldrei neitt sérstaklega thaegilegt ad vera í brjóstahaldara. Í svoleidis flíkum eru alskonar vírar, saumar, blúndur og drasl sem flaekist fyrir manni sé madur ekki theim mun vissari um hvernig thad virkar. Klemmurnar og festingarnar eru miserfidar vidfangs og ég fattadi stundum alls ekki hvernig ég átti ad koma mér úr einhverri blúnduflíkinni sem mér hafdi á óskiljanlegan hátt tekist ad koma mér í. Thetta gat valdid vandraedagangi í verslunarferdum. Ég haetti smám saman ad fara í naerfatabúdir án fylgdar. Auk thess passadi thetta dót aldrei almennilega á mig. Ég gekk meira í thví af hreinni thrjósku.

Loksins gafst ég upp. Eftir áralanga thrautagöngu af blúnduspennitreyjum sem mig klaejadi undan, pössudu ekki yfir bakid á mér, stungu á mig göt med lausum vírum og gerdu mig ad fífli í fatabúdum ákvad ég ad thetta gengi ekki lengur. Ég lagdi brjóstahöldurunum. Ad eilífu. Hagkaupsnaerfötin voru grafin upp á ný. Ég er frelsud kona í dag. Mér finnst ég ekki eins sexí í neinu og teygdum götóttum bómullarnaerbuxum.

Ég er med lítil brjóst. Fín brjóst sem valda mér ekki nokkru hugarangri. Thau sveiflast ekki yfir axlirnar á mér thegar ég hleyp. Thau valda mér ekki bakverkjum. Thau eru bara á sínum stad. Gudi sé lof fyrir genitíkina. Lengi hef ég thó velt thví fyrir mér hvernig ég eigi ad losa mig vid fortídina á tilkomumikinn hátt. Ég komst ad nidurstödu ekki alls fyrir löngu. Thegar ég kem heim í sumar aetla ég ad kveikja í öllu helvítis blúndudraslinu og dansa strídsdans kringum bálid.

gódar stundir.

Engin ummæli: