Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Eldad úr engu

Mér hefur alltaf thótt gaman ad búa til mat. Thad ad gefa fólki ad borda er eitt thad skemmtilegasta sem ég geri. Manni lídur bara svo vel thegar madur hefur bordad yfir sig.

Á theim fjóru árum sem lidin eru sídan ég flutti ad heiman hef ég fengid ómetanlega nýja sýn á matargerd og matargerdarlist. Stundum á madur bara engan pening. Leidrétting: OFTAST á madur engan pening. Thegar slíkt ástand er vid völd verdur ísskápurinn, sameiningartákn heimilisins, oftast frekar tómlegur. Thad sem thó í honum er er thá einnig sjaldnast til thess fallid ad haegt sé ad búa til eitthvad aett úr thví. Hver eru tildaemis tengsl milli frosinna kínarúlla og sultu? Thau eru ekki svo slaem. Sinnep virkar líka ágaetlega med kínarúllum. Neydin kennir naktri konu ad spinna og Önnu ad búa til skrítinn mat sem thó er aetur.

Med látlausum tilraunum hefur mér tekist ad búa til uppskriftir ad fullt af réttum sem eiga thad yfirleitt sameignlegt ad vera úr ísskápsskrímslum á bord vid sýrda rjómanum úr sídasta partíi plús saltstöngum og nidursodnum tómötum. Thegar ég er ordin gömul og vantar eitthvad ad gera aetla ég ad gefa út matreidslubaekur med öllum thessum uppskriftum. Ég er meira ad segja búin ad ákveda hvad thaer eiga ad heita. Ég verd ábyggilega rosalega fraeg. Eins og Djeimí Ólíver. Ég aetla samt ad gera gott betur en hann og pósa nakin á öllum bókarkápunum med eldhúsáhöldum strategískt komnum fyrir hina ýmsu líkamshluta svo sem taer og eyru.

Naerst á námslánum. Í thessari bók eru adallega uppskriftir ad hafragraut og ýmsum tilbrigdum hans. Grjónagrauturinn sem Steingrímur Hermannsson segist hafa lifad á öll námsárin faer ad fljóta med.

Eldad úr engu. Í thessari bók eru adallega uppskriftir ad thví sem gera má úr dóti sem er eiginlega ónýtt.

Lifad á loftinu. Framhald ad Eldad úr engu. Vidauki um naeringargildi skordýra.

Uppfinningar úr ísskápnum. Í thessri bók eru adeins kraesilegri uppskriftir á ferd, og notkun sterkra krydda mjög lofsömud.

Dýrlegur dósamatur. Hér má finna adferdir til ad gera veislumáltíd úr bökudum baunum med ferskjum í eftirmat. Adeins 178 krónur.

Hundrad og ein hrísgrjónauppskrift. Innihaldid segir sig sjálft. Hátídarútgáfa verdur send stjórn LÍN og afhent med vidhöfn auk thess sem samsaeti verdur haldid thar sem bornir verda fram hinir ýmsu hrísgrjónaréttir, allt frá rétti númer 23, "Sídasta vika mánadarins"sem samanstendur af hrísgrjónum med steiktum lauk og chilipipar til réttar 98, "Í dag er ég ríkur" sem er hrísgrjónarönd med raekjum og sérlagadri súrsaetri sósu.

Varla tharf ad taka fram ad ég áskil mér allan rétt á thessum brádsnidugu nöfnum.

Í dag er réttur dagsins tekinn úr bókinni UPFINNINGAR ÚR ÍSSKÁPNUM. Eftir svona kortér aetla ég ad trítla nidur og troda tómötum med osti og svörtum pipar í ofninn. Já, nú er hart í ári.

gódar stundir

Engin ummæli: