Ad geta betur
Thegar ég var lítil, á ad giska fimm, sex ára, var spurningakeppni framhaldsskólanna thad skemmtilegasta sem ég vissi. Ég sat eins og límd fyrir framan sjónvarpid thegar keppnin var á dagskrá og fylgdist andofa med öllum gáfumennunum ausa úr fjóshaugum visku sinnar. MS tvíburarnir voru hetjurnar mínar. Mér fannst their alveg ógedslega flottir.
Ég var fródleiksfúst barn og med árunum vard thad sport hjá mér ad svara spurningunum á undan keppendunum sem tókst oftar en ekki. Thad fannst mér stud. Mér fannst ég hafa talent. Ég ákvad, ad thegar ég faeri í menntaskóla skyldi ég komast í Gettu Betur lidid. Rúlla upp öllum vitleysingunum sem vissu ekki hvada ár Júlíus Sesar var myrtur.
Ég vann ötullega ad thessu markmidi mínu. Ef spurningakeppni af einhverju tagi var haldin í grunnskóla var ég med og lét ljós mitt skína. Litla systir var lögd í einelti fyrir ad eiga skrítna systur. Ég held hún hafi verid fegnari en ég thegar loks kom ad thví ad ég skyldi fara í menntaskóla.
Ég aetladi aldrei í MR. Ég aetladi í MH. En mig langadi ad laera latínu og MH tók hana af kennsluskrá einmitt árid sem ég hefdi átt ad setjast á skólabekk. Thessvegna fór ég í MR. Sigurganga MR í GB var thá rétt ad hefjast en ég vissi thad ekki. Mér var líka alveg sama. Ég var komin til ad laera latínu í elsta menntaskóla landsins. Bekkurinn minn var nördabekkur. Mér fannst ég vera komin heim.
Thá gerdist thad sem mér hefur ekki enn tekist ad útskýra.Skyndilega langadi mig ekkert sérstaklega ad komast í spurningalidid lengur. Var thad vegna thess ad mér fannst ég ekki vita nógu mikid thrátt fyrir allt? Var thad vegna thess ad ég vissi ekkert um íthróttir eda Júróvisjón? Eda vegna thess ad ég er stelpa og their myndu aldrei taka mig inn thví ég myndi trufla Máttinn fyrir theim á aefingum? Eda vegna thess ad ég var ad reyna ad halda mér á floti í skólanum og tónskólanum og hafdi engan tíma til ad sökkva mér ofaní GB af ástrídu? Einhvern veginn missti ég allan metnad fyrir thví ad komast í Gettu Betur lidid. Bernskumetnadurinn fyrir bí.
Ég fór aldrei í forkeppnina opinberlega. Ari vinur minn Karlsson raendi thó oftar en einu sinni spurningablödunum og hlýddi mér yfir. Í fimmta bekk hefdi ég verid medal theirra 5 efstu. Ásamt Gunnari vini okkar myndudum vid Ari hid háskalega spurningalid 4B sem svo eftirminnilega vann Ratatosk '97 og fór í úrslit árid eftir. Vid aefdum aldrei. Né sídur hittumst sérstaklega til ad styrkja lidsandann. Vid vorum bara ad skemmta okkur. Konunglega, ef út í thad er farid. Thad var mér nóg.
Samt velti ég thví stundum fyrir mér hvad hefdi gerst hefdi ég látid á thad reyna ad komast í spurningalidid. Hvort their hefdu thorad ad taka mig inn. Hvad thá hefdi gerst. Aetli karlaveldid sem óneitanlega ríkti og ríkir enn innan spurningalids MR hefdi vogad ad stíga skref í framfaraátt. Hvort ég hefdi ordid kófdrukkin mubla í GB sigurpartíinum sem MR-ingar virdast vera ordnir áskrifendur ad, sitjandi í eldhúsinu á Lynghaganum röflandi um bjölluspurningar sídustu 10 ára og sofnandi med hljódnemann í fanginu...? Fengi alltaf hjartslátt á vorin thegar naer draegi keppni? Kannski vaeri ég núna ad thjálfa litla laglega drengi og stúlkur í ad verda spurningalidsstjörnur. Hefdi svosem ekkert haft á móti thví...
Aetli hlutirnir hefdu farid á annan veg hefdi ég farid í MH?
gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli